Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 15
mér með því að lýsa mér sem sjúklega sjálfsánægðum, hrokafullum, gráðugum, hræsnisfullum og óáreiðanlegum manni. Því hefur verið haldið fram að ég kjósi frekar að fólk þekki mig af enskri útgáfu af nafni mínu („Simon Rushton“). Og, til að fullkomna þessa endaleysu, er þessi Salman Rushdie „hörundssár" og „of- sóknarbrjálaður“, og því Iitið á sérhverja tilraun hans til að mótmæla þessum rang- færslum sem frekari staðfestingu á að fölsuninni á mér, góleminu. Arásir múslima á hendur mér hafa veru- lega notið góðs af þessari fölsun á sjálfum mér. „Simon Rushton" hefur komið við sögu í fjölmörgum lýsingum múslima á spilltum, rótslitnum persónuleikamínum. „Græðgi“ mín fellur vel að þeirri sam- særiskenningu að ég hafi selt sál mína Vesturlöndum og skrifað vandlega undir- búna árás á Islam og þegið digra sjóði að launum. „Óáreiðanleiki“ er líka nytsam- legur í þessu samhengi. Jorge Luis Borg- es, Graham Greene og fleiri rithöfundar hafa skrifað um það hvemig er að eiga sér tvífara sem fari sínu fram í veröldinni undir manns eigin nafni. Stundum hef ég áhyggjur af því að tvífara mínum takist að koma mér fyrir kattarnef. 14. febrúar 1989, nokkrum klukkustund- um eftir að hin válegu tíðindi bárust frá Iran, hringdi þingmaðurin Keith Vaz í mig og lýsti fjálglega yfir fullum stuðningi við mig og verk mitt, og sagðist vera sleginn óhug yfir morðhótuninni. Nokkrum vik- um síðar ávarpaði þessi sami maður mót- mælafund þar sem saman voru komnir menn sem kröfðust þess að ég yrði drep- inn, og börn sem skrýdd voru borðum með morðhótunum. Þegar hér var komið sögu vildi Vaz að verk mitt yrði bannað, og líflátshótanir gegn mér virtust ekki lengur trufla hann hið minnsta. Þannig hefur þetta ár verið. Fyrir tólf mánuðum rambaði hinn virti dálkahöf- undur Guardians, Hugo Young, á barmi kynþáttahaturs þegar hann sagði öllum breskum múslimum að ef þeim líkaði ekki ástand mála í Bretlandi, gætu þeir alltaf hypjað sig („ef ekki Dagenham, því þá ekki Teheran?“); nú vill téður Young kenna mér um að hafa hleypt öllu í bál og brand. (Eg hef að sönnu færri hersveitir í þjónustu minni.) Það yrði sjálfsagt léttir fyrir Young ef ég sneri nú aftur til æsku- stöðvanna. Svipmynd frá mótmœlum vegna Söngva Satans. TMM 1990:2 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.