Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 15
mér með því að lýsa mér sem sjúklega
sjálfsánægðum, hrokafullum, gráðugum,
hræsnisfullum og óáreiðanlegum manni.
Því hefur verið haldið fram að ég kjósi
frekar að fólk þekki mig af enskri útgáfu
af nafni mínu („Simon Rushton“). Og, til
að fullkomna þessa endaleysu, er þessi
Salman Rushdie „hörundssár" og „of-
sóknarbrjálaður“, og því Iitið á sérhverja
tilraun hans til að mótmæla þessum rang-
færslum sem frekari staðfestingu á að
fölsuninni á mér, góleminu.
Arásir múslima á hendur mér hafa veru-
lega notið góðs af þessari fölsun á sjálfum
mér. „Simon Rushton" hefur komið við
sögu í fjölmörgum lýsingum múslima á
spilltum, rótslitnum persónuleikamínum.
„Græðgi“ mín fellur vel að þeirri sam-
særiskenningu að ég hafi selt sál mína
Vesturlöndum og skrifað vandlega undir-
búna árás á Islam og þegið digra sjóði að
launum. „Óáreiðanleiki“ er líka nytsam-
legur í þessu samhengi. Jorge Luis Borg-
es, Graham Greene og fleiri rithöfundar
hafa skrifað um það hvemig er að eiga sér
tvífara sem fari sínu fram í veröldinni
undir manns eigin nafni. Stundum hef ég
áhyggjur af því að tvífara mínum takist að
koma mér fyrir kattarnef.
14. febrúar 1989, nokkrum klukkustund-
um eftir að hin válegu tíðindi bárust frá
Iran, hringdi þingmaðurin Keith Vaz í mig
og lýsti fjálglega yfir fullum stuðningi við
mig og verk mitt, og sagðist vera sleginn
óhug yfir morðhótuninni. Nokkrum vik-
um síðar ávarpaði þessi sami maður mót-
mælafund þar sem saman voru komnir
menn sem kröfðust þess að ég yrði drep-
inn, og börn sem skrýdd voru borðum
með morðhótunum. Þegar hér var komið
sögu vildi Vaz að verk mitt yrði bannað,
og líflátshótanir gegn mér virtust ekki
lengur trufla hann hið minnsta.
Þannig hefur þetta ár verið. Fyrir tólf
mánuðum rambaði hinn virti dálkahöf-
undur Guardians, Hugo Young, á barmi
kynþáttahaturs þegar hann sagði öllum
breskum múslimum að ef þeim líkaði ekki
ástand mála í Bretlandi, gætu þeir alltaf
hypjað sig („ef ekki Dagenham, því þá
ekki Teheran?“); nú vill téður Young
kenna mér um að hafa hleypt öllu í bál og
brand. (Eg hef að sönnu færri hersveitir í
þjónustu minni.) Það yrði sjálfsagt léttir
fyrir Young ef ég sneri nú aftur til æsku-
stöðvanna.
Svipmynd frá mótmœlum vegna Söngva Satans.
TMM 1990:2
13