Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 20
nóbelsverðlaunahafinn Naguib Mahfouz, sem oft hefur fengið hótanir en er sem betur fer enn á meðal okkar. Ég er ekki fyrsti listamaðurinn sem ásakaður hefur verið fyrir guðlast og trúarníð; raunar eru þetta algengustu vopnin sem bókstafstrú- in hefur beitt til að reyna að hefta frjálsa sköpun í nútímanum. Það er því dapurlegt að þessu þýðingarmikla bókmenntalega samhengi skuli hafa verið svo lítill gaum- ur gefinn; og að gagnrýnendur á Vest- urlöndum, eins og John Berger, sem eitt sinn talaði spámannlega um nauðsyn nýrra leiða til að skoða heiminn6, skuli nú lýsa sig fúsa til að taka eina slíka leið fram yfir aðrar, að vernda trúarbrögð sem státar af einni billjón áhangenda fyrir einu rit- höfundargreyi með „ólæsilega" bók á lofti. Hvað hina bresku „leiðtoga“ múslima snertir, þá verða þeir að gera upp hug sinn. Stundum segja þeir að ég skipti engu máli, og að einungis bókin skipti sköpum; aðra daga halda þeir fundi í moskvum vítt og breitt um landið og ítreka áskorunina um að ég verði líflátinn. Þeir segjast fara að lögum þessa lands, en þeir segja jafn- framt að þeir taki lög Islams fram yfir þau í siðferðilegum efnum. Þeir segjast ekki vilja brjóta bresk lög, en bara örfáir þeirra eru reiðubúnir að afneita hótuninni gegn mér opinberlega. Þeir ættu að gera grein fyrir stefnu sinni: eru þeir lýðræðislega þenkjandi þegnar í frjálsu samfélagi eða ekki? Hafna þeir ofbeldi eða ekki? Eftir ár er kominn tími til að fá aðeins skýrari línur. Við samfélag múslima í heild, í Bret- landi og á Indlandi og í Pakistan og all- staðar annarstaðar, vil ég segja þetta: farið ekki fram á það að rithöfundar ykkar semji dœmigerðan eða táknrœnan skáld- skap. Slíkar bækur eru nánast undantekn- ingarlaust andvana fæddar. Lífsmagn bókmennta liggur í því hversu einstakar þær eru, að þær eru sérstæð, sérviskuleg sýn einnar manneskju, þar sem við kunn- um að sjá, okkur til ánægju og undrunar, spegilmynd okkar sjálfra. Bók er útlegg- ing heimsins. Ef þér líkar hún ekki, láttu hana eiga sig; eða komdu með þína eigin útleggingu í staðinn. Og ég vil segja þetta: trúuðum finnst líf án Drottins vera heimska, tilgangslaust, ekki einu sinni vert þess að fyrirlíta það. Það finnst trúleysingjum ekki. Að láta sér lynda að veröldin, héma, sé allt og sumt; að ganga um hana til móts við dauðann, án þess að njóta huggunar trúarinnar, finnst okkur, tja, að minnsta kosti bera vott um jafn mikið hugrekki og þraut- seigju og ykkur þykir trúariðkunin. Ver- aldlegur þankagangur og afsprengi hans eiga virðingu ykkar skilið, ekki fyrirlitn- ingu. Mikil frelsisalda hefur farið um heim- inn að undanförnu. Þeir sem berjast gegn henni — í Kína, í Rúmeníu — standa í blóðbaði. Ég vil hvetja múslima — hina fjölmörgu venjulegu, heiðarlegu, réttsýnu múslima sem ég hef ímyndað mér að ég væri að tala við lungann úr þessari grein — að láta ölduna hrífa sig með; að hafna blóðsúthellingum; að láta ekki leiðtoga múslima koma því orði á múslima að þeir séu ofstækisfyllri en þeir eru. Söngvar Satans eru alvarlegt verk, sem skrifað er frá sjónarhóli trúleysingja. Megi trúaðir una því, og láta það í friði. Meðan á þessu stendur er ég spurður hvernig mér líði. Ég er þakklátur bresku 18 TMM 1990:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.