Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 21
ríkisstjóminni fyrir að vernda mig. Ég vona að slík vernd standi hverjum borgara sem þannig er ógnað til boða, en það dregur ekki úr þakklæti mínu. Ég þurfti á henni að halda, og hún var veitt. (Ég er ennþá enginn íhaldsmaður, en svona er lýðræðið.) Ég er líka þakklátur varðmönnum mín- um, sem hafa staðið sig svo frábærlega vel, og hafa orðið vinir mínir. Ég er þakklátur öllum sem hafa veitt mér stuðning. Það hefur verið mikill feng- ur að því á þessum erfiða tíma að upp- götva að svo margt fólk lét sig um mig varða. Eina mótefnið gegn hatri er kær- leikur. Umfram allt er ég þakklátur, hef samúð með og er stoltur af öllum þeim útgáfu- starfsmönnum og bóksölum út um allan heim sem hafa staðist ógnanir, og munu, er ég viss um, halda því áfram eins lengi og nauðsyn krefur. Mér finnst mér hafa verið varpað, eins og Lísu, inn í veröldina handan spegils- ins, þar sem eina vitið er vitleysa. Og ég velti því fyrir mér hvort ég muni nokkurn tíma geta klifrað til baka gegnum speg- ilinn. Harmaég eitthvað? Auðvitað: ég harma það að verk mitt skyldi vekja slíka reiði því að það var ekki ætlunin — þar sem ætlunin var að vekja upp umræður, og andóf, og jafnvel stundum beita háði, og gagnrýna þröngsýni, en ekki það sem ég hef aðallega verið ásakaður um, ekki „óþverra", ekki „dónaskap“, ekki „níð“. Ég harma það að svo margt fólk sem hefði getað haft ánægju af því að fylgjast með veruleika sínum gerð viðunandi skil í skáldsögu skuli nú ekki lesa hana vegna þess hvað það heldur að hún sé, eða nálg- ast hana með hugann formyrkvaðan. Og það hryggir mig að vera svo sárlega einangraður frá samfélagi mínu, frá Ind- landi, frá daglegu lífi, frá veröldinni. En hafið samt hugfast: ég kvarta ekki. Ég er rithöfundur. Ég sætti mig ekki við aðstæðumar; ég mun leitast við að breyta þeim; en ég bý við þær, ég er að reyna að læra af þeim. Svo lengi lærir sem lifir. Greinin birtist í The Independent on Sunday 4. febrúar 1990. Skýringar hér fyrir neðan eru eftir þýðandann. 1. Þetta atvik byggir Rushdie á frásögn tveggja arabískra ævisagnaritara Múhammeðs (al-Wa- quidi, 747-823 e.Kr., og at-Tabari, 839-923 e. Kr.) er síðari túlkendur Kóransins hafa hafnað. 2. Enoch Powell (f. 1912) er fyrrverandi þingmað- ur og ráðherra breska íhaldsflokksins. Hann var einn frægasti andstæðingur þess að opna landið fyrir innflytjendum úr bresku samveld- islöndunum. 3. í sagnaheimi gyðinga er gólem leirstytta sem gædd hefur verið lífi með yfimáttúrlegum hætti. 4. Skáldið Osip Mandelstam orti kvæðið um Stal- ín árið 1934 og er talið að hann hafi látist í fangabúðum í Síberíu fjórum árum síðar. Kvæðið birtist í íslenskri þýðingu Geirs Kristj- ánssonar í bók hans Undir hœlum dansara (Reykjavík 1988). 5. Norman Tebbit er þingmaður Ihaldsflokksins og fyrrverandi ráðherra. 6. Hér er vísað til listfræðibókar Bergers, Ways of Seeing (London 1972). Islensk þýðing: Arni Oskarsson TMM 1990:2 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.