Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 25
sögumaðurinn byggir á sprottinn upp úr konungslausri menningu landsins. Þetta var innflytjendamenning sem hófst með blöndu norrænna og keltneskra áhrifa6 og átti sér fjölbreytilega munnlega sagnahefð. Frá því á fyrstu áratugum landnáms voru venjur í menningu og þjóðfélagsmálum í stöðugri mótun vegna nýrra aðstæðna. Og í því sam- bandi er ákaflega mikilvægt að svæðis- bundin hemaðaruppbygging tíðkaðist ekki með þeim réttindum og skyldum sem slíku fylgja. Einstaklingar voru misauðugir, nutu mismikillar virðingar og höfðu mismikil völd en landinu var samt stjórnað án form- legs valdakerfis. Aherslan sem lögð er á deilur og nauðsyn sérstakra laga til að beisla þær hafði víðtæk áhrif. I stað þess að verða félagslega eyð- andi afl undir stjóm lögreglustjóra, fulltrúa þeirra, lögregluþjóna og réttareftirlits- manna urðu deilur á íslandi mjög fastmót- aðar í hefð og ýttu undir stöðugleika þar sem mikils virtir menn voru notaðir til milligöngu. Stjóm eða lög hefðu ekki haft nein áhrif ef fólk hefði ekki lýst vígum á hendur sér. En fólk gerði það og þannig komust deilur til dómstóla og voru teknar fyrir í gerðardómi. Þar var beitt almennum þrýstingi og þar eð ekki var um opinbert framkvæmdavald að ræða leiddu deilur til breytinga á mannvirðingum, auði og völd- um. Niðurstaða deilnanna opinberaði hvort hefndin hefði tekist eða ekki og staðfesti virðingarsess manna. Enginn neitar því lengur að íslendinga- sögur byggi bæði á munnlegum og bók- legum þáttum. Skoðanir eru hins vegar mjög skiptar um það að hve miklu leyti sögurnar endurspegli heilsteyptar munn- legar sögur fyrri tíma og að hve miklu leyti þær beri vott um listbrögð meðvitaðs rithöf- undar. I heila öld hafa menn deilt um þetta og það hefur haft sitt að segja. Vandamálin eru nú miklu betur skilgreind en nokkru sinni fyrr og við getum gert skarpari grein- armun á þeim en hægt var fyrir aðeins nokkrum árum. Á undanförnum áratugum hefur áhugi aukist mjög á því að skilgreina frásagnarformgerð sem liggur íslendinga- sögunum til grundvallar og reyna með því að ákvarða uppruna þeirra. Flestar slíkar athuganir byggja á þeirri sameiginlegu for- sendu að sem þróaðar frásagnir hljóti ís- lendingasögur að vera runnar frá einhverri greinanlegri frásagnarfyrirmynd frá meg- inlandi Evrópu. I þessari grein lít ég á þrjár kenningar um frásagnarformgerð fornsagna sem taka til allrar bókmenntagreinarinnar.7 Þessar rann- sóknir byggja hver á annarri og ber saman um það grundvallarsjónarmið að heildar- formgerð Islendingasagna megi rekja til heimilda sem standi utan við þá hefð sem mótaðist á Islandi. Árið 1967 setti Theo- dore M. Andersson fram kenningu um sex meginhluta sagnanna sem byggðu á germ- anskri hetjukvæðahefð;8 í bókinni Njáls Saga frá 1976 þróar Lars Lönnroth hug- myndir um sögubyggingu og styðst þar við túlkun á kristilegum ásetningi og þjálfun sagnamanna á þrettándu öld.9 Lars Lönn- roth telur að þegar menn settu saman sögu hafi þeir nýtt sér þá tækni að byggja á stutt- um frásagnareiningum og þáttum. Carol Clover, nemandi Lönnroths, fylgdi síðar þessari hugmynd eftir er hún setti fram kenningu árið 1982 í anda bókfestumanna um samþættingu frásagnar sem tengdi sög- urnar við latínukróníkur og franskar lausa- málsrómönsur.10 Rannsóknum þessum má skipta í tvo flokka eftir því í hvaða átt þær beina leit sinni að uppruna sagnanna á meginlandinu. I öðrum flokknum er litið til germanskrar/ norrænnar fortíðar fyrir kristni og þeirrar hefðar sem landnámsmenn fluttu með sér til landsins. Meginlandssinnar í þessum flokki, eins og Theodore Andersson, hafa orðið fyrir djúpum áhrifum af ritum W. P. Kers og Andreasar Heuslers frá nítjándu öld TMM 1990:2 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.