Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 51
reglur voru komnar á skjön við veruleik-
ann. Einstaklingi er stefnt gegn samfé-
laginu. Lýsing Áns í upphafi er nánast
hefðbundin lýsing kolbíts, skýr og spaugi
leg. „Hann var harðla ósinniligr. Lítt var
hann settr at klæðum, því at úti váru á
honum bæði kné ok olbogar.“ (368)
Klæðaburðurinn dregur fram afkáraskap
hans. Lýsingin verður kostuleg þegar Þór-
ir synjar honum að koma með til konungs,
hann bindur Án við gilda eik. Án slítur
hana upp með rótum og fer á eftir Þóri og
sýnir honum að hann á alls kostar við
hann.
Söguhöfundur skopast miskunnarlaust
að heimi sögunnar og ber um leið fram
siðferðislega gagnrýni. Sagan er satíra.
Konungshollusta er helsti skotspónn
ádeilunnar. Kóngurinn var skíthæll og
föðurverrungur, honum er vel lýst í fáum
og skýrum dráttum. Án og sögumaður
draga konung og hirð hans bókstaflega
niður í svaðið. Lögð er áhersla á kotungs-
brag í konungsgarði, forarsvað og þröng-
ar dyr:
Ok er þeir kómu at hallardyrunum,
gáfu dyraverðirnir rúm Þóri, en um
ferð Áns var skarkalamikit, því at hann
breytti ekki búningi sínum. Síðan gekk
hann at dyrunum fast, en boginn
skagði um herðamar, ok vannst ekki
rúm til í dyrunum, ok varð boginn ann-
athvárt at brotna eða beygjast mjök,
því at dyrnar stóðust atgönguna. Þá
komst Án í höllina; bendist boginn en
brotnaði ekki. (371-372)
Lýsingin á fremur við íslenskan bóndabæ
en norska konungshöll. Síðar hefur Án
orð á smæð hallardyranna við konung
sem gefur honum viðurnefnið fyrir skýr-
inguna á því hve hátt lét í boganum er
hann gekk inn. Án heldur uppteknum ána-
hætti í konungsgarði og verður skotspónn
hirðmanna, einkum þess er Ketill heitir.
Hann launar rækilega fyrir sig. Konungur
hefur gefið honum gullhring í nafnfesti og
jólagjöf. Án þykist hafa týnt hringnum og
skríður um forina á forstofugólfinu. Hann
segir hirðmanni frá og kveðst skulu gefa
þeim er finni.
Þetta kom fyrir hirðina, ok sagði hverr
öðrum, en Ketill hló at mjök ok kvað
farit hafa sem ván var at at gefa fóli því
gull. Hann fór þá ok leitar at hringinum
með hirðinni. Þeir þrengdust fast í for-
stofunni.
Án mælti þá: „Hverju sætir, at menn
ganga hér á höndum ok starfa í sauri,
enda heldr hér við sviptingar?"
Honum var sagt, at menn vildu bæta
slys hans ok finna hringinn. Án mælti:
„Eigi em ek minnugr. Hér er nú hringr-
inn á hendi mér, en nú galt ek yðr einn
tíma, er þér hafið mik oft dárat.“
Hirðmenn kváðust mjök spottaðir.
Án kvað svá eiga at vera. Síðan var
hvíld á gabbit, en þó dró til hins sama,
ok var Ketill mest at því. (374)
Þetta er dæmigert fyrir grófan umsnúning
á félagslegri lagskiptingu sögunnar. Hinir
hæstu eru dregnir niður í svaðið, til hinna
lægstu sem allt í einu standa upp úr og
gera grín að öllu saman.15
Án drottnar í raun, sem félagi sögu-
manns, yfir sögusviðinu. Afbrigðileiki
hans styrkir og dýpkar áhrifamáttinn.
Hann er reyndar öllum slyngari. Framsýni
og innsæi gera honum kleift að stýra
framvindu sögunnar sem segja má að
rúmist öll í hugskoti hans. Hann býr svo í
haginn að hann snýr löstum manna gegn
TMM 1990:2
49