Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 66
sem gætu verið réttari en texti Konungs-
bókar og skipta miklu máli fyrir túlkun
kvæðisins. Menn verða sem sé að taka fullt
tillit til þess sem textafræðin kann að hafa
fram að færa.
2) Þegar rýnt er í ákveðna staði í Völuspá
kemur í ljós að kvæðið er margslungnara en
svo að nokkur leið sé að skýra það með
einhvers konar formúlu-uppspuna með það
fyrir augum að áheyrendum líki sem best.
Við höfum jafnvel séð, að eina orðasam-
band þriðju vísu („jörð og upphiminn“) sem
örugglega er formúla, er samt að öllum lík-
indum ekki komin þangað sem slík, heldur
sem hluti af guðfræðilegum topos og það er
allt önnur Ella. Slíkur topos er nefnilega
ekki fast orðasamband eða mynstur, sem
hægt er að beita á vélrænan hátt eins og
formúlumar eru samkvæmt skilgreiningu
Lords, heldur hugmynd sem verður að vinna
úr, gæða lífi og orðum og fella inn í rétt
samhengi, þar sem hún öðlast þá merkingu
sem vakir fyrir skáldinu. Á bak við Völuspá
sjáum við þannig móta fyrir skáldi með
persónuleika og hugsun sem hafði einhvern
boðskap að flytja og setti hann fram í út-
hugsuðu orðalagi, og kvæðið sjálft —
„frumtextinn'* sem menn lærðu — tilheyrir
einhverri ákveðinni stund sögunnar.
3) Þau vandamál sem Gísli er búinn að
taka út af dagskrá virðast vera alveg sérlega
áhugaverð.
8. The Singer ofTales, bls. 76-77.
9. Régis Boyer: „On The Composition of Volo-
spá“, í safnritinu Edda. A Collection ofEssays,
útg. R.J. Glendening og H. Bessason, University
of Manitoba Press, 1983, sbr. bls. 118.
10. Sigurður Nordal: Völuspá, Reykjavík 1952,
bls. 50-52.
11. Tilvísun eftir minni: ég get ekki rifjað upp
hvort ég las þessa sögu í einhverju riti Lévi-
Strauss eða heyrði hana í fyrirlestrum hans, þeg-
ar hann lét ýmislegt flakka.
'
64
TMM 1990:2