Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 67
Gísli Sigurðsson Munnmenntir og staða fræðanna Á síðustu öld rannsakaði sérvitur náttúru- fræðingur lífríkið í fjarlægum álfum og setti fram þróunarkenningu sem tók öllum öðr- um fram að vitleysu að því er talið var. Hann gekk m. a. s. svo langt að draga álykt- anir um þróun mannsins af skjaldbökum á Galapagoseyjum. Lærðustu menn og sófa- spekingar þessa tíma gerðu sér strax ljóst að þetta var tóm vitleysa, teiknuðu skrípa- myndir af náttúrufræðingnum í apalíki og töldu að með þaulæfðri þrætubókarlist sinni gætu þeir hrakið kenninguna. Smám saman hefur mönnum þó orðið ljóst að kenninga- smiðurinn var á réttri leið og kenningin hafði það fram yfir sófaspekina að hún byggði á víðtækum vettvangsrannsóknum hins sérvitra fræðimanns sem var auðvitað Charles Darwin. Bók hans Um uppruna teg- undanna kom út árið 1859 og átti sér langan aðdraganda í fræðunum en varð engu að síður mikilsvert upphaf nýrra rannsóknar- viðhorfa sem hafa mótast mikið síðan. Því er þetta rifjað upp hér að nýlega hefur Einar Már Jónsson sagnfræðingur tekið sér fyrir hendur hér í Tímariti Máls og menn- ingar að gagnrýna rannsóknir á sögum og kvæðum í munnlegri geymd. Einar er mjög orðmargur og óvæginn en draga má fram tvö meginatriði í aðfinnslum hans: I fyrsta lagi telur hann sig finna ýmsa galla og mótsagnir í niðurstöðum úr vett- vangsrannsóknum Milmans Parrys og Al- berts B. Lords í Júgóslavíu á fyrri hluta 20. aldar. í öðru lagi telur hann ótækt að lifandi, munnleg hefð skuli vera notuð til að varpa ljósi á umhverfi og varðveislu fomra kvæða á borð við eddukvæði.1 Umfjöllun Einars byggir nær eingöngu á einni bók sem kom út fyrir þrjátíu árum, The Singer of Tales eftir Albert B. Lord, og tekur ekkert tillit til þess sem komið hefur fram síðan á þessu sviði. Erfitt er að svara framlagi þessu lið fyrir lið og hefja þar með umræðu árið 1990 eins og ekkert hafi gerst í þrjátíu ár. Til að leiðrétta misskilning og glöggva lesendur Tímaritsins er þó nauð- synlegt að gera nokkra grein fyrir þeim vanda sem munnmenntarannsóknir hafa fengist við á undanförnum áratugum og meta hvernig þær rannsóknir geta gagnast okkur við lestur fomra, norrænna kvæða. Lýsing Lords er ekki umdeild Eins og fram hefur komið urðu mikil tíma- mót á sviði kenninga um munnlegan skáld- skap með útkomu The Singer ofTales. Bók þessi byggði á áðurnefndum vettvangsrann- sóknum Lords og Milmans Parrys í Júgó- slavíu og gjörbreytti hugmyndum manna um varðveislu kvæða og sagna í samfélög- um þar sem fomum fræðum er haldið á lífi með munnlegri geymd. Upphaflega beind- ust rannsóknir Parrys og síðar Lords að því TMM 1990:2 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.