Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 73
Osp Viggósdóttir
Laugardagur
Hann fékk sér annan sopa úr sprungnum kaffibolla, gömul sprunga, orðin
brún. Köttur mjakaði sér inn í eldhúsið milli stafs og hurðar, og mændi á
manninn þar sem hann stóð og horfði út. Það var ekki hægt að opna gluggann.
Festist þegar vindurinn bólgnaði í leysingum síðasta árs, málningin flögnuð
af að undanskildum nokkrum hvítum flygsum sem þrjóskuðust við. Hand-
klæði í gluggakistunni tilbúið að taka við næsta leka.
Kötturinn nuddaði sér utan í ljósbrúnar buxumar, steig yfir inniskó með
gati á tá og nuddaði sér upp við hina skálmina. Maðurinn brosti en leit ekki
niður. Hann kláraði úr bollanum.
„Góðan daginn, Skarphéðinn,“ sagði hann.
Kötturinn svaraði ekki, nuddaði hringinn á enda og byrjaði á nýjum hring.
„Þú færð ekkert fyrr en ég kem úr búðinni, vinur. Þú kláraðir úr dósinni í
gær.“
Kötturinn hlustaði ekki á hann. Skildi eftir nokkur svört og hvít hár á
buxunum.
Maðurinn sneri sér frá glugganum, hvort eð er ekkert merkilegt að sjá,
nakin tré og hvítur snjór sem reyndi að hylja þau. Útsýnið hafði ekkert breyst
frá því í gær. Hann skolaði bollann undir vatnsbunu úr krananum, þurfti að
beygja sig, þessar gömlu innréttingar eru svo lágar. Svo tók hann viskustykkið
af ísskápnum og þurrkaði bollann, og lagði hann á hvolf á borðið upp við
vegginn, alveg við vaskinn.
Einu sinni var nakin seiðandi kona á viskustykkinu, sem ögraði öllu leirtaui
TMM 1990:2
71