Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 76
Tveir Diletto, brauð og mjólkurkex og þrjú epli — það voru innkaupin fyrir helgina. Og lítið fiskflak, sem hann rámaði reyndar í að hefði verið í fiskfatinu síðustu helgi líka, en hvað um það. Hann virti konuna fyrir sér á meðan hún sló upphæðirnar inn á litla reiknivél. Sloppurinn þrengdi mjög að brjóstunum, hún hafði fitnað dálítið síðustu vikur en vildi ekki viðurkenna það með því að fara í stærri slopp. Hann kímdi með sjálfum sér. Ekki ómyndarleg svona, bústið hold var betra að klípa í. Og varimar ennþá kyssilegar þrátt fyrir fimmtíu árin. Hún mátti líka eiga það að hún hélt sér vel til, dökkbrúnt hárið alltaf lagt, og vel máluð. Hann hafði tekið eftir því að hún horfði mikið á hann. Sérstaklega þegar þau voru ein í búðinni. Stundum þegar hann sneri baki við henni og var að velja nýja kextegund að smakka, hafði hann litið snöggt við. Það brást ekki að hún lá fram á afgreiðsluborðið og mændi á hann. Henni leist vel á hann, um það var ekki að villast. Og hann hafði snúið sér aftur að kexinu og glott í kampinn. Tveir litlir strákar komu inn, báðir með lafandi hor og eldrauð eyru og kinnar. „Tólf hundruð og áttatíu og sjötíu,“ sagði Jóna Ingibjörg og brosti enn. „Bættu við einum súpupakka,“ sagði hann og teygði sig yfir strákana í sveppasúpu, en ýtti um leið við nokkrum hvítkálssúpum sem féllu á gólfið. Hann gretti sig. Brosið hennar Jónu Ingibjargar var kyrrt á sínum stað. „Strákar mínir,“ sagði hún. „Takið nú upp súpurnar fyrir gamla manninn og setjið þær í hilluna.“ Þeir hlýddu, tíndu pakkana upp og röðuðu þeim í hilluna. Maðurinn stóð dolfallinn. Honum hafði ekki misheyrst, „gamla manninn“, gamla. Reiðin byrjaði að ólga neðst í maganum, færðist upp í brjóstkassann og þaðan upp í höfuðið og út í handleggina. Hélt hún virkilega að hann væri einhver úr sér genginn lúinn gamall karl? Hún var ennþá brosandi þegar hún rétti honum afganginn, setti vörurnar í poka og bauð honum góða helgi. Hann sneri sér þegjandi frá og ætlaði að arka út þegar hún kallaði á eftir honum og hann kom aftur að borðinu, reiðubúinn að taka brosandi við afsökunarbeiðninni sem hann áleit að væri í vændum. „Fyrirgefðu, Sigurður,“ sagði hún þegar hann kom aftur að borðinu. „Eg 74 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.