Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 86
Stefán Snævarr Listin og spekin Tilraun um listspeki og nýstefnu í þessari grein er fjallaö um nýstefnu eða módernisma í nútímabók- menntum og tengsl þeirrar stefnu við raunhyggju og vísindaheimspeki. Höfundur er andvígur hvers konar tómhyggju og afstæðishyggju í listrænni umræðu. Hann leiðir að því rök að telji menn listdóma eingöngu bundna smekk lendi þeir í mótsögnum. „Um smekk skal ekki deila,“ sögðu Róm- verjar hinir fornu. Ekki meðtaka allir þessa fornu visku mótþróalaust, ágætur heimspekingur spurði um hvern fjandann menn ættu þá að deila! Auðvitað efast enginn um að karpa megi um listasmekk en margir telja útilokað að rökræða um listir af einhverju viti. Þetta fólk telur listdóma smekkbundna, háða okkar eigin geðþótta ellegar fordómum samfélags og samtíma. Ég ætla í þessari grein að gagn- rýna þessa skoðun og sýna fram á að skynsemisglætan geti upplýst orðræðu okkar um listir. Inn í þessa gagnrýni mun ég svo flétta íhugun um nýstefnu (mód- ernisma), einkum og sérílagi eins og hún birtist í bókmenntum. Skynsemi og skáldskapur Segjum nú að mér sé boðið í fína veislu þar sem ég er svo heppinn að hafa fagra, gáfaða og ljóðelska stúlku að borðdömu. Ég sproka nú við sprundið um nokkra hríð og í miðju samtalinu er borinn fram for- réttur, dýrindis humar. En nú bregður svo undarlega við að stúlkan tekur að gretta sig í framan og sýnir öll merki þess að ætla að fúlsa við kræsingunum. Undrandi á svip spyr ég ljóðelska fljóðið hverju þetta sæti. Hún svarar að bragði „Mér finnst humar vondur“. Sem kurteis borð- herra læt ég málið niður falla. En auðvitað er kurteisi ekki það eina sem hindrar mig í að ræða þetta mál frekar. Stúlkan getur nefnilega tæpast rökstutt staðhæfingu sína um humarinn svo skiljanlegt sé öðr- um. Bragð er bragð er bragð. Ég reyni að leiða samræðumar inn á nýjar brautir og spyr sprundið hvernig því líki tiltekið kvæði. Og hún svarar: „Afleitlega!“, nei- kvæð að vanda. En nú er eðlilegt að biðja hana um að tilgreina ástæður fyrir dómin- 84 TMM 1990:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.