Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 98
hreyfist, af sjálfvirkri grimmd og græðginni, trúlega eltandi bringuglitin í
logninu yfir túnið.
Þeir drepa hann og éta hinir, þeir finna þá alltaf.
Hugsaði ég af reynslunni, meðan hann slæmdi sér þetta upp, hrapaði svo
aftur, en seiglaðist þó til himna. Og aðeins út og vestur, sem veit á gullin þil
norðursins, brúna og hliðin.
Að lokum sá orðið illa til hans, nema af því að ekki hafði mér skjátlast. Það
var komið í hann gerið. Og ákaflega, einkum neðanundir. Eins og fjúk af
bókabrennu, og svo var hann horfinn.
Það var þá sem það gerðist, rétt eins og hann styngi vængbroddunum í
rassvasana og datt — og hvarf í mýrina með hljóðdeyfðum hvelli.
Sem sagt, ekki merkilegri en svo. En þetta var þó minn hrafn. Og er
náttúrulega.
Því kom heldur illa við mig, að þrátt fyrir ítrekaða eftirleit um mýramar,
fann ég aldrei eftir hann gatið.
96
TMM 1990:2