Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 102
Og sé farið enn lengra aftur í tímann, þá gerðu höfundar íslendingasagnanna held- ur ekki neinn greinarmun á raunsæi og hugarflugi. Þvert á móti lýstu þeir hvers kyns furðum sem bláköldum veruleika. í Eyrbyggju hrannast óveðursský yfir bæ nokkrum, blóði rignir og verkfærin sem til voru á staðnum þomuðu aldrei. í fom- Og séfarið enn lengra aftur í tímann, þá gerðu höfundar Islendingasagnanna heldur ekki neinn greinarmun á raunsæi og hugarflugi. aldarsögum Norðurlanda er kominn meiri skessuleikur í málin, enda eru þær að mörgu leyti forveri hins svonefnda groddaraunsæis. Af þessu má sjá hve auðug hefð býr að baki norrænum bókmenntum sem kalla má raunsæjar sé hugtakið ekki afbakað. Eitt einkenni nútímalegrar frásagnarlistar er að hve miklu leyti hún sækir efnivið sinn í fábreytilegan hvundaginn, í veröld þorpa, borgarhverfa og þar fram eftir göt- um, og að mörgu leyti má segja að á síðustu árum og áratugum hafi bókmennt- imar færst nær kjama alþýðlegrar frá- sagnarlistar sem, einsog allir vita, ein- kennist öðru fremur af ýkjum, hjátrú og smásmugulegri nákvæmni; því sem er ótrúlegt en satt. Því meir sem höfundur nálgast kjarna veruleikans, því hærra flýgur andinn. Það sem skynsemishyggjan lítur á sem tvo aðgreinda póla sér skáldskapurinn sem eina heild, ævintýrið og veruleikann í einni sæng. Andinn er ekki aðeins afurð heimsins heldur skapar hann jafnframt þennan sama heim. Draumar og hugsanir eru líka veruleiki. Sé sá veruleiki van- ræktur er enn meiri hætta á að grámi skyn- seminnar verði sorta sínum að bráð. Skáldskapurinn er því sendiherra vonar- innar; hin raunsæja ímyndun. Hvert sem maðurinn fer skilur hann eft- ir sig slóða af orðum; atvik í frásögur færandi. Jörðin er eitt stórt sögusvið; og af því að hún er hnöttótt er miðja hennar þar sem hver jarðarbúi er staddur hverju sinni. Allt tal um stórar þjóðir og smáar þjóðir, jaðarsvæði, heimshorn, útkjálka- menningu og fleira í þeim dúr er því fyrst og síðast tjáning á ríkjandi valdahlutföll- um. Frammi fyrir andanum eru þjóðir hvorki litlar né stórar og stærstu menning- arafrekin hafa oft verið unnin fjarri þeim slóðum sem taldar eru miðja jarðar og nafli heimsins. Það ereinnig athyglisverð þversögn að á sama tíma og gervihnettirn- ir svífa og sama popplagið heyrist úr nær öllum útvarpstækjum heims leitar hin list- ræna sköpun æ meir á slóðir hins sérstaka: þess staðbundna og þjóðlega. Sá sem heldur að sköpun menningarafreka sé í einhverju samræmi við fréttayfirlit sjón- varpsins fer villur vega. Þeir sem sömdu íslendingasögurnar voru gæddir hæfileikum til að koma heimssögulegum veruleika fyrir með fáum og einföldum orðum í litlu dæmi. Þeir kunnu að draga upp myndir sem útheimtust til æsilegrar frásögu, oft af mönnum sem enginn kannaðist við annarsstaðar að, úr marklitlum pláss- um [...] 100 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.