Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 106
fyrir tárin sem flæða niður kinnar hans, sé
staður sem við verðum að virða.
Á árunum eftir seinna stríð hefur út-
breiðsla norrænna bókmennta verið sára-
lítil utan Norðurlanda. Undantekningar
eru svo fáar að þær eru einungis sönnun á
reglunni. Sumir útskýra þessa staðreynd
með því hvemig nasistar misnotuðu nor-
ræna menningu og afskræmdu. Það má til
sanns vegar færa. Líka hitt að Norðurlönd
eru ekki lengur belti villtra þjóða, heill-
andi í fjarlægð sinni. Nú hafa ferðaskrif-
stofur fundið enn fjarlægari verur; og
þannig mætti lengi telja.
En það er ekki nóg með að heimurinn
hafi að mestu leyti verið heymarlaus þeg-
ar Norðurlönd eru annars vegar. Lengi vel
heyrðu þau varla hvert í öðru og enn bera
menningarsamskipti þeirra vissan keim
af samkomu skyldmenna sem í raun
þekkjast lítið. Eigi að síður má greina
vissar breytingar og þá ekki síst í bók-
menntum og menningu. í æ ríkari mæli
hafa norrænar bókmenntir losnað úr viðj-
um þess raunsæis sem stundum hefur ver-
ið kennt við félagsráðgjöf og lækna-
skýrslur.
✓
I œ ríkari mœli hafa nor-
rœnar bókmenntir losnað úr
viðjum þess raunsœis sem
stundum hefur verið kennt
við félagsráðgjöf og lœkna-
skýrslur.
Norrænar nútímabókmenntir verða til í
spennandi samspili alþjóðlegra bók-
mennta og þeirrar hefðar sem fyrir hendi
er í löndunum. Vegna þeirra þjóðemis-
átaka sem nú einkenna heiminn verða
Norðurlandaþjóðimar sér æ meðvitaðri
um sérstöðu sína; en sú sérstaða er einmitt
fólgin í menningarhefðinni: annars vegar
þeirri sérstæðu sagna- og ævintýrahefð
sem minnst var á hér að framan og hins
vegar því sem nefna mætti sígildar nor-
rænar nútímabókmennir.
Höfundar einsog Strindberg, Hamsun,
Laxness og Heinesen eru ef til vill skýr-
ustu dæmi þess síðamefnda; en í norræn-
um bókmenntum úir og grúir af nútíma-
legum sagnameisturum: Johannes V. Jen-
sen, Gunnar Gunnarsson, Pár Lagerkvist,
Karen Blixen, Tarjei Vesaas, Veijo Meri
og fleiri og fleiri, að ógleymdum módem-
istum í Ijóða- og sagnagerð sem haft hafa
mikil áhrif á sagnalist nútímans, en öll
þessi hefð er sá fjársjóður sem norrænir
höfundar dagsins í dag sækja í.
Það er ljóst að norrænar bókmenntir
skipa veglegan sess í heimsbókmenntun-
um, hvað sem markaðshlutdeild líður eða
öllum orðaflaumnum um hve einangruð
Norðurlönd eru í menningarlegu tilliti.
Um síðustu aldamót fylgdist umheimur-
inn grannt með norrænni bókmennta-
sköpun. Hvemig sú staða verður um
næstu aldamót, því leyfum við dagatalinu
að svara.
Byggt á erindi sem flutt var á Rithöfundaþingi 21.
apríl 1990.
104
TMM 1990:2