Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 62
LAKIS PROGUIDIS ár þar á undan, það er að segja frá lokum sjöunda áratugarins — þegar Frakkar uppgötva fyrst þennan mikla pólska skáldsagnahöfund — og fram á miðjan níunda áratuginn. Við þetta má bæta að á þessum tíma voru skrifaðar um hann þrjár bækur í Frakklandi og þar með var ég kominn með í hendur „efnivið“ upp á fimmtán hundruð síður eða svo. Mig langaði því að gera ákveðna tilraun. Bera þennan „efnivið“ saman við verk Gombrowicz. Ég komst mér til mikilla vonbrigða að því að nánast enginn gagnrýnandi áttaði sig á listrænu gildi verka hans. Það var helst í upphafi, árið 1958 þegar Ferdydurke fyrsta skáldsaga Gombrowicz kom út í París, en hún kom fyrst út í Varsjá árið 1937, að fjallað var um verkið sem slíkt, að gagnrýnin spurði og bar saman. En strax upp úr því missti gagnrýnin sambandið við verkin og fór að lúta eigin lögmálum, nærast á sjálfri sér. Fieimur sem varð sjálfum sér nægur, gerði verkin að einhverskonar aukaatriðum sem féllu misvel að þeim hugmyndum sem voru í tísku þá og þá stundina ( í stjórnmálum, félagsfræði eða sálgreiningu). Lokaður heimur, sérstakur heimur, heimur sem þar af leiðandi gat endurnýjað sjálfan sig út í það óendanlega. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta samband milli verka Gombrowicz og gagnrýninnar er sú að þetta er einmitt ekki undantekining, heldur regla. Þannig er sambandinu milli listar og umfjöllunar um listir háttað. Verkið er aukaatriði—þrátt fýrir að gríðarlegt magn bóka og listaverka sé á boðstólum — umræðan um gildi þess er kæfð og þar með gufar upp áhugi manna á metnaði listamannanna. í stað slíkrar umræðu kemur hárfínt tæknihjal gagnrýnandans eða endursögn blaðamanna, eða í langflestum tilfellum auglýsingar. Þótt ekki væri nema magnsins vegna, gera þessar kringumstæð- ur það að verkum að gagnýnandinn verður að taka afstöðu, þær knýja þann sem vill í raun og veru reyna að átta sig á listrænu gildi verka til að velja og hafna. Það er ekki lengur hægt að láta sem ekkert sé, halda áfram að uppgötva og greina gildi bókmennta, halda áfram að ritdæma bækur og láta sem engu skipti að listamönnum sé í vaxandi mæli ýtt til hliðar. Listin er að drukkna í alls kyns málæði, listamaðurinn hefur verið ein- angraður á markaðstorgi hins ritaða máls og framapots, og hér er ekki lengur um að ræða hættur, hliðarspor, smáslys sem stöðugt ógna heimi listarinnar, fyrirbæri sem reyna að spilla því ágæta andrúmslofti sem alla listamenn og kröfuharða lesendur hefur ætíð dreymt um. Nei. Þessi fyrirbæri móta mjög umhverfi okkar, samtíma okkar. Þykkur veggur hefur verið reistur milli lesandans og verksins, milli tilkomu nýrra gilda og athygli manna, milli nýjunga og gagnrýnnar hugsunar. Afleiðingin er sú að gagnrýnandi sem vill bera saman og spyrja spurninga lendir í sjálfheldu, verður vanmáttugur, jafnvel óþarfur. Hinn bókmenntalegi Levíatan sem er viðhaldið með því einu „að halda maskínunni gangandi" hefur enga þörf lengur fyrir slíkan gagn- 52 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.