Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 15
GRASAFERÐ AÐ LÆKNISRÁÐI
helda,“ segir Svava og hvarflar augunum um stofuna. Síðan bætir hún við:
„Hins vegar get ég ekki rekið nagla og heldur ekki saumað.“
Var þér ekki kennt að beita nál í æsku?
„Það var ekki kennd hefðbundin handavinna í barnaskólanum í Wynard.
Það var föndrað og við bjuggum til alls konar skemmtilega hluti. í barna-
skólanum í Reykjavík reyndi fyrst á myndarskapinn. Ég var allan veturinn að
prjóna ræmu utan um herðatré. Hver einasti handavinnutími byrjaði á því
að kennarinn lét mig rekja upp það sem ég hafði gert heima. Aldrei nógu vel
gert, sagði hún. Þetta var mikill raunavetur. Mamma mín og föðuramma
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hughreysta mig og létta mér þrautirnar
- ekki með því að prjóna fyrir mig þó, við vorum svo heiðarlegar, - en ekkert
gekk hjá mér. Með ósköpum tókst mér að ljúka þessu fyrir skólaslit. Þá sagði
kennarinn: “Jæja, þetta er þá loksins búið", og bætti við með áherslu, „en
þetta fer ekki á sýninguna.“ Móðir mín brást við með þeim hætti sem ég mun
aldrei gleyma. Hún setti þetta handverk mitt á herðatré sem pabbi notaði
eingöngu fyrir hempuna sína og var alltaf kallað hempuherðatréð. Þannig
hóf hún þetta háðungarstykki mitt til upphefðar og ég fylltist barnalegu
stolti og gleði yfir því að mamma skyldi telja það þess virði að hljóta svo göf-
ugt hlutverk. Þar fékk það svo að vera þangað til það var orðið slitið en þá gaf
hún mér það til eignar.“
„Jörðin og maðurinn eru eitt vistkerfi“
Eins og sést gjörla í Gunnlaðar sögu og smásögunni „Undir eldfjalli“ er upp-
græðsla jarðarinnar Svövu hugleikin. „Það byggi ég á eigin reynslu,“ útskýrir
hún. „Ég á móðurætt að rekja til Landsveitarinnar þar sem fjölskyldan flosn-
aði upp vegna jarðvegsins, sandfoks og Heklugoss. Ég hef ekki komist austur
síðan ég veiktist. Bróðir minn, Þór, er hvatamaður að þessu. Það er mjög
gaman að sjá hvað það eitt að friða landið hefur góð áhrif á gróðurinn.“
Svava neitar því samt að vera á móti sauðkindinni. „Hún má bara ekki
vera hvar sem er. Mér þykir ósköp vænt um sauðkindina en það endar með
því að hún hafi heldur ekkert að éta. Mér finnst að maðurinn beri það mikla
ábyrgð á sauðkindinni að það eigi að skipuleggja landið þannig að við höfum
bæði gróður og sauðkind.“
„Ég held að nú sé lífsnauðsyn að taka upp það gamla viðhorf til jarðarinn-
ar að hún og maðurinn séu eitt vistkerfi. Það er þekking sem við erfðum úr
goðsögunum. Síðar var þetta talið heimskulegt en nú er að koma á daginn að
jörðin og raunar alheimurinn allur er eitt og sama vistkerfið.“
Islenskir námsmenn og erlendir fræðimenn hafa reglulega samband við
Svövu til að spyrja hana um verk hennar. „Þeir hafa m.a. áhuga á tvíröddun-
TMM 1998:3
w w w. m m. ís
13