Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 101
SJÖ LYKLAR AÐ EINNl SKRÁ miðju-endis-reglu Aristótelesar af sinni gömlu braut og mylja hana niður fyrir veruleika sundurlauss samtímans. Því enda líka flestir spámenn hinnar ólínulegu reglu netlesturins á því að undirstrika að hversu hlykkjótt sem leið netverjanna virðist vera, endar hún ætíð á því að mynda einhverskonar frá- sögn. Jafnvel þótt sýnileg ummerki „heildarinnar“ í aristótelískum skilningi skorti er hún þarna samt, innra skipulag hennar er okkur einungis hulið. Dulsálarfræðileg öfl, bældar minningar og þráhyggjur skipuleggja leitina og stjórna henni. Áhugasvið þess sem slær inn leitarorði í Alta Vista eða Yahoo! er í sjálfu sér frásögn, skipuleg röð með upphafi, miðju og endi og leitin á vefnum í raun samskonar aðgerð og leit sálkönnuðarins að því sem þrýstir á í ómeðvituðum kjöllurum sjúklingsins. Margir kannast við hve gaman það er að athuga hnappinn á netforritunum sem merktur er History og sjá hvernig netferðir síðustu daga og vikna raðast upp. Að undra sig á því hvern fjand- ann maður var að þvælast inni á heimasíðu húsmóður í Nýju-Mexíkó, til hvers maður var að lesa sér til um SADC, Þróunarsamtök Suður-Afríku- ríkja, eða hvernig á því stóð að maður villtist inn á heimasíðu Tate Gallery í London að ekki sé talað um öll X-merkin sem minna á hvað knýr í raun og veru áfr am þessa leit, þessa girnd og þetta hungur eftir upplýsingum. Þannig endar samhengislaust villuráf að lokum í þráðbeinni frásögn, Aristóteles sigrar að lokum. Hliðarstökkin voru ekki brot á línulegri frásögn heldur fyr- irsjáanlegar beygjur á leið sem aldrei var háð tilviljun eða duttlungum. Mað- urinn er íjarstýrður af sér sjálfum. Skæðasti andstæðingur módernismans var í raun Sigmund Freud. I heimi hans á sér allt einhverja ástæðu. Þar á hver dagur sitt ófrávíkjanlega plott. Þar er hver maður óumflýjanleg flétta. II í raun er það óskiljanlegt að við skulum enn þarfnast fléttunnar. Enginn trúir á mátt hennar til eins eða neins. Við sjáum ekki sögu okkar sjálffa eða samfé- lags okkar sem fléttu. Þar eiga atburðir sér einungis stað vegna þess að þeir eiga sér stað, engin skynsemi, engin framsýni og engin forskrift tengir saman tilviljanir og staðbundnar lausnir. Og takist okkur að draga upp plott er það sjaldnast línulegt ferli þar sem aðal- og aukaatriði hanga saman eins og melónufræ á festi. Fléttan okkar er ofsóknaróð. í henni verða öll aukaatriði að aðalatriðum og skáldaðar. forsendur verða raunverulegir aflvakar. Bak við hana er enginn þekkingarfræðilegur grundvöllur sem megnar að skilja á milli þess sanna og ósanna sem saga okkar á að segja ffá. Við stöndum frammi fýrir óteljandi fjölda smáatriða sem öll þykjast vera uppsprettur merkingar. í þessari sögu er engin rökfræði og við sjálf erum vonlausir rök- fræðingar. Borin áfram af merkingarhungri umturnum við heiminum í óendanlega atburðakeðju sem byggir á sviplíkindum og samhljómi, TMM 1998:3 www.mm.is 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.