Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 124
ÞORSTEINN GYLFASON
mannlegt mál sé félagslegt íyrirbæri og reglur þess félagslegar reglur. Satt að
segja er þetta frumatriði í allri málspeki og málfræði tuttugustu aldar. Og
tæplega mundi Kristján vilja neita því um skynjunina að stundum sjái fólk
það sem það vill sjá, og stundum geti vilji þess ráðizt af félagslegum aðstæð-
um eins og hleypidómum sem það er alið upp við.
Manneðlið er snúnara. í rökgreiningarheimspekinni sem Kristján trúir á
hefur það verið meginkenning alla þessa öld að eðlishugtakið eigi engan rétt
á sér. Þessu trúði Bertrand Russell með afar traustum rökum, þessu trúðu
raunhyggjumennirnir í Vín, þessu trúði Karl Popper, þessu trúir Quine. Og
þessu hafa margir aðrir trúað líka, til að mynda Jean-Paul Sartre. Þegar ein-
hver póstmódernisti vísar hugmyndum um manneðlið á bug er hann vísast
að bergmála áratuga gamla rökstudda kennisetningu allrar nútímaheim-
speki. En þá er þess að gæta að hér er um að ræða frumspekilegt eðlishugtak
sem Aristóteles smíðaði í fornöld.
Auðvitað má skilja orðið ,manneðli’ mörgum skilningi. Til dæmis má
skilja það á einn veg í erfðafræði. Þá er eðli það sama og arfgerð. Allir menn
hafa sameiginlegt eðli: þeir eru allir af einni tegund, og það er arfgerðin sem
tryggir að tegundareinkennin komi fram í hverjum mannlegum einstak-
lingi. Ef einhver póstmódernisti vildi neita þessu væri hann kjáni sem
ástæðulaust væri að eiga frekari orðastað við. Og ef Kristján heldur að þessi
manneðlishugmynd geti gegnt einhverju siðferðilegu hlutverki, til dæmis
skotið stoðum undir mannréttindi, þá er hann líka kjáni.
Einn kosturinn til að skilja manneðlið er kannski sá, sem Kristján nefnir,
að sumar „dýpstu ... geðshræringar, langanir og þarfir mannsins séu hinar
sömu í öllum samfélögum á öllum tímum.“19 Þetta er myrkt. Hvað er djúpt
og hvað er grunnt? Er hungur djúpt? Kynhvöt? Er það óeðli af fanga að svelta
sig til bana eða af munki að reyna að uppræta kynhvöt sína? Segjum að Krist-
jáni tækist að finna einhverja djúpa geðshræringu sem allir menn á öllum
tímum mundu kannast við þegar könnunin væri gerð. Við skulum segja að
hún sé bara tilhlökkun því kannski hlakka allir til þess að vera lausir við
könnuðinn sem hringir til að yfirheyra þá um djúpar geðshræringar. Hvers
vegna í ósköpunum skyldi þessi sammannlega tilhlökkun vera til marks um
manneðlið? Næstum allir menn fæðast með tvo fætur, en jafnvel Aristóteles
með alla sína eðlistrú lét ekki hvarfla að sér að þar væri kominn hluti af
manneðlinu. Eðlistrú Kristjáns er ósönnuð með öllu. En andstaðan við hana
er studd prýðilegum rökum.
Þá kemur að því að póstmódernistar vísa að sögn Kristjáns heildar-
skýringum og draumalöndum (útópíum) á bug. Halldór Kiljan Laxness
varði þrjátíu árum til að hafna öllum „úníversalteóríum" og útópíum. Meðal
annars skrifaði hann ágætar skáldsögur um þessi efni. Ég vissi ekki fyrr en ég
122
www.mm.is
TMM 1998:3