Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 131
PÓSTMÓDERNISMI SEM HEIMSPEKILEGT HUGTAK ismum og póstmódernismi af hvaða tagi sem er fordæmdur sem gervivís- indi. Ég mun ekki ræða greinaflokk Kristjáns um þetta mál. Þar hafa aðrir orðið fyrri til.2 Til þess að sýna fram á að póstmódernismi/módernismi séu ekki afarkost- ir sem við stöndum frammi fyrir mun ég í öðru lagi færa rök fyrir því að það sé bæði mögulegt og nauðsynlegt að greina á milli „sterks“ og „veiks“ póst- módernisma. Sterkur póstmódernismi lendir bæði í mótsögn við sjálfan sig og við módernisma og er því í andstöðu við grundvallar siðferðileg og þekk- ingarfræðileg viðmið upplýsingarinnar sem eru kjarni þeirrar heimspeki sem má auðkenna sem móderníska í þessu samhengi. (Síðar verður nánar vikið að sambandi upplýsingar og módernisma.) Það sem má auðkenna sem „veikan“ póstmódernisma er að nokkru eða miklu leyti samræmanlegt sið- fræðilegum og þekkingarfræðilegum uppistöðum upplýsingarinnar og módernískra viðmiða. Reyndar má fullyrða að þessir straumar innan hinnar svokölluðu póstmódernísku heimspeki séu bundnir þeirri gagnrýnu hefð sem hefur allar götur verið fylgifiskur hinnar heimspekilegu upplýsingar. Skynsemishyggju upplýsingarinnar hefur oftast nær fylgt skynsemisgagn- rýni sem ígrundar takmörk skynsemi og þá um leið möguleika hennar. Þeir heimspekingar sem telja má til „veikra“ póstmódernista í þessum skilningi eru meðal annarra Michel Foucault og Jean Francois Lyotard, enda eru þetta höfundar sem á einn eða annan hátt telja sig eiga þátt í „nýrri upplýsingu" annars vegar og eru hins vegar gagnrýnir á eyrnamerkingu heimspeki sinnar sem póstmódernisma.3 Grundvallarviðmið upplýsingarinnar, sem eiga sér rætur í hugmyndum heimspekinga þessa tímabils um skynsemi og ffjálsa notkun hennar, hafa frá upphafi sætt gagnrýninni umfjöllun. Skynsemishyggju upplýsingarinnar hefur ævinlega fylgt skynsemisgagnrýni, sem hefur verið prófsteinn á mátt og megin mannlegrar skynsemi með vísun til hinna „dökku“ hliða skynsem- innar eða þess óhugnaðar sem hrein vitsmunaleg verkfærahyggja getur getið af sér. í ljósi þessa hverfist deila skynsemishyggju og skynsemisgagnrýni um tvö meginhugtök: Skynsemishyggjan ver algildi skynsemisviðmiða sem kveða á um að þau geti gilt fyrir alla og við allar aðstæður. Skynsemis- gagnrýnin dregur meint algildi slíkra viðmiða í efa og leiðir getum að afstæði lögmála um réttlæti og frelsi - sem eru siðferðileg leiðarljós upplýsingar- innar - sem skynsemishyggjusinnar telja að eigi sér grundvöll í upplýstri skynsemishugsun. Togstreita póstmódernískrar gagnrýni og módernískrar heimspeki sem heldur fast í skynsemishyggju upplýsingar snýst enn sem fyrr um afstæði og algildi. Þetta sést einna gleggst í heimspekilegri siðfræðium- ræðu samtímans sem hverfist í grundvallaratriðum um möguleika algildra siðferðisviðmiða, eins og t.d. mannréttinda, andspænis menningarlegu af- TMM 1998:3 www.mm.is 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.