Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 133
PÓSTMÓDERN1SMI SEM HEIMSPEKILEGT HUGTAK Lyotards. Lyotard á, hvort sem það var ætlun hans eða ekki, stærstan þátt í að hafa sett gagnrýni á skynsemishyggju í anda upplýsingar undir þann fræða- hatt sem við köllum póstmódernisma. 2. Á grundvelli ofannefndrar umfjöllunar mun ég í öðru lagi kanna af- stöðu póstmódernisma til eins tiltekins þáttar í gagnrýni á hugmyndir skyn- semishyggjunnar um sjálfsveruna sem sjálfráða skynsemisveru. Ég mun fyrst sýna fram á að hugmyndir hins sterka afbrigðis póstmódernisma um „dauða sjálfsverunnar“ - en til dæmis um það reifa ég kenningu Judith Butlers um mótun og skilyrðingu sjálfsverunnar - leiði til þess að við segjum skilið við siðferðilegar og pólitískar hugsjónir upplýsingarinnar. Boðun „dauða sjálfs- verunnar" merkir niðurrif hugmynda upplýsingarinnar um hina sjálfráðu skynsemisveru. Slíkar hugmyndir um sjálfsveruna eru enn sem fyrr ómissandi grundvöllur hugsjóna samtímans um lýðræði er byggir á rétti og frelsi einstaklinga til sjálfsákvörðunar. Að þessu loknu mun ég leiða rök að því hvernig póstmódernísk gagnrýni sjálfsverunnar gefur tilefni til að leið- rétta hefðbundnar hugmyndir upplýsingarheimspeki um sjálfsveruna og skoða hana á nútímalegri forsendum. Flóknari sýn á samhengi og aðstæður sjálfsverunnar sem hin póstmóderníska gagnrýni getur af sér er forsenda fyrir mismunarnæmum jafnréttishugtökum sem fullnægja réttlætishug- myndum upplýsingarinnar. Þetta eina dæmi sýnir að póstmódernismi í heimspeki er hvatning til end- urmats og endurnýjunar grundvallar viðmiða módernískrar heimspeki. En áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir hvernig best megi túlka merkingu módernisma, upplýsingar og póstmódernisma í heimspeki- legu samhengi. Upplýsing, módernismi, póstmódemismi Til þess að unnt sé að skilgreina póstmódernisma sem heimspekilegt hugtak er óhjákvæmilegt að gera grein fyrir módernisma, enda gefur forskeytið „póst“ til kynna eitthvað sem kemur á eftir módernisma. I heimspeki er póstmódernismi ekki skilinn sem sögulegt tímabil sem tek- ur við af módernismanum. Lyotard leggur áherslu á að póstmódernismi sé hugarástand sem lýsir tíðaranda og menningarástandi samtímans. Túlkun rita hans um póstmódernisma hefur engu að síður átt mestan þátt í því að yfirstandandi aldarlok hafa verið auðkennd sem póstmódernískir tímar. Módernismi er heldur ekki tímabil, eins og t.d. upplýsingin sem sagnfræði- lega skilgreint tímabil. Lítum fyrst á orðið sjálft. Hugtakið „móderne“ kom fram í latínu á miðöldum til að skilgreina það sem er „einmitt núna“, sem merkir samtímann, þ.e. tímann sem við lifum einmitt núna. Okkur er hins TMM 1998:3 www.mm.is 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.