Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 144

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 144
RITDÓMAR handan og lýsir lífinu í „blíðheimum11 sem útþynntri eítirmynd jarðlífsns, ófrjálsu og tilbreytingarsnauðu. önnur persóna í þeirri sögu, Friðþjófur Ivarsen, grípur til þess örþrifaráðs að skrifa eftir- mæli um sjálfan sig þar sem hann þolir ekki þá tilhugsun að láta eftirlifendur ráðskast með minningu sína. Þessi ótti leiðir hann út á ystu mörk og í minning- argreininni sinni umturnar hann öllum lögmálum þeirrar „ bókmenntagreinar" og berháttar sig í óvægnum niðurrifs- skrifum þar sem leyndustu kenndir eru afhjúpaðar. Það er óslitinn þráður frá þessum sér- kennilegu eftirmælaskrifum Friðþjófs Ivarsens til þráhyggju Hálfdans Ferg- ussonar. Sá síðarnefndi lætur öðrum að vísu eftir eftirmælaskrifin um sig en get- ur þó ekki stillt sig um að lesa þau fyrst hann fær það tækifæri. í minningar- greinunum kynnist Hálfdan alveg nýrri hlið á sjálfum sér, manni gæddum greind og hæfileikum sem hann kannast ekki neitt við. Á svipaðan hátt koma eft irmæli Friðþjófs ívarsens eftir sjálfan sig ætt- ingjum hans í opna skjöldu. Þar blasir við mynd af ástsjúkum öfugugga sem enginn eftirlifenda ber kennsl á. Hin óvægnu skrif Friðþjófs eiga líka sitthvað skylt við þá niðurrifsstarfsemi á sjálfum sér sem Hálfdan Fergusson stundar eftir að hann fær þá flugu í höf- uðið að hann sé dauður. Sjálfsblekking- arnar eru hliðstæðar og þeim tekst báð- um að leggja líf sitt í rúst þar til ekki stendur steinn yfír steini. Hálfdani Fergussyni hlotnast hins vegar „sú ein- kennilega náð“ að vera viðstaddur eigin jarðarför en slíkt gat Friðþjófur einungis látið sig dreyma um: Svo er sagt að margir þrái að storka ör- lögunum með því að vera viðstaddir eigin jarðarför. Ég er þess fullviss að mér muni ekki hlotnast sú einkenni- lega náð fremur en öðrum dauðlegum mönnum. Með því að rita eftirmaeli um mig sjálfan fer ég þó nálægt því að vera við eigin útför. Sjálfsagt vakir það einnig fýrir mér að stjórna atburðarás ffemur en að láta hana stjórna mér. Fram til þessa hef ég haft mig of lítið í frammi við að hafa áhrif á framvindu lífs míns og nú er svo komið að ég vil nota síðasta tækifærið til þess að hafa áhrif á gang mála. (Síðasta orðið bls. 103) Tilvistarkreppa þeirra Hálfdans Ferg- ussonar og Öldu ívarsen í Tímaþjófhum á sér einnig vissar hliðstæður. Hún ákveður að grafa sig lifandi eftir að elsk- huginn hryggbrýtur hana og henni tekst næstum jafn vel og Hálfdani að þurrka sjálfa sig út af yfirborði jarðar. Hún beit- ir að vísu ekki jafn klókindalegum að- ferðum og hann, heldur leggst einfald- lega í kör og bíður þess að dauðinn vitji hennar og hefur dágóðan pilluskammt í bakhöndinni ef henni tæki að leiðast þófið. Hálfdani Fergussyni kemur ekki í hug svo einföld lausn á lífsvanda sínum enda er hann öllu flóknari og erfiðari viðfangs því tilvera hans er háð þeirri undarlegu þversögn að hann er í senn lifandi og dauður. Milli þessara þriggja sagna Steinunn- ar Sigurðardóttur, Tímaþjófsins, Síðasta orðsins og Hanami, virðast því liggja ýmsir leyndir þræðir enda þótt sögurnar séu afar ólíkar að efni, formi og stíl. I síð- ustu skáldsögu Steinunnar á undan Hanami, Hjartastað, má einnig greina skylda þræði þótt dauðinn sé ekki meg- instef þeirrar sögu. Þar kemur tilvistar- kreppa aðalpersónunnar til af því að líf hennar er reist á blekkingum um upp- runa hennar sem smámsaman verður knýjandi að afhjúpa. Píslarsaga Tilvistarangistin er eitt fyrirferðarmesta stef í bókmenntum 20. aldar enda órjúf- anlegur þáttur í glímu mannsins við að finna lífi sínu tilgang og merkingu og helst í hendur við ástarþrána og ótta- blandna virðingu fyrir dauðanum. I goðsögnum, trúarbrögðum og skáld- 142 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.