Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 148
RITDÓMAR
húsinu, eða öllu heldur kofanum í
dalnum ... Það var vísir að garði með
hálfétnum hríslum kringum húsið.
Bak við kofann var járnhlið, en engin
girðing í tengslum við það ...
Hálfdan leit í kringum sig hlessa.
Gluggatjöldin voru óhrjáleg utanfrá,
en innra byrðið var kolsvart flauel...
Húsgögn úr svörtu leðri, halógen-
Iýsing. Stýri á litlu mótorhjóli stakk sér
út um svefnherbergisdyr . . . honum
var þungt um andardrátt í þessum hita
og raka. Þetta var eins og í gufubaði...
(bls. 93-94)
Það er heitt í víti og hafi eymd Hálfdans
verið mikil áður versnar hún enn. Bið-
tíminn frá hinum sviðsetta dauða, sem
þeir Natan og Ormar koma í kring, og
fram að jarðarförinni gengur næstum af
Hálfdani dauðum í bókstaflegri merk-
ingu en hámark spennunnar er þó tví-
mælalaust hin pínlega sena þegar
Hálfdan smyglar sér í eigin jarðarför og
stendur þar augliti til auglitis við syrgj-
andi fjölskyldu sína. Þá er umbreytingin
orðin algjör og ættingjarnir bera ekki
kennsl á hann. En það er líka síðasta þol-
raun hans í þessu lífi.
Eftir þennan hreinsunareld finnur
lesandi til sama léttis og Hálfdan því
höfundi tekst með undraverðum hætti
að gera þessa fjarstæðukenndu lífs-
reynslu bæði nálæga og sannfærandi.
Hálfdan er nú frjáls, stígur upp í þotu og
flýgur til himna og upprisan er tákngerð
með japönsku blómahátíðinni, Hanami:
Skýjabreiður af ljósbleikum blómum
þöktu rúðurnar. Það var eins og þau
yxu í lausu lofti, því það sást ekki á
þeim upphaf eða endir.
Ég flaug til Japans og lenti á himnum.
Betur að satt væri, að hann væri þá
kominn á sinn stað. Hann lygndi aftur
augum og þvílíkur friður færðist yfir
hann eins og hann væri komin alla leið
upp.
... Nú opnaðist útsýnið svo það sást
að blómin voru á trjám sem höfðu ræt-
ur í jörðinni. Undir þessu blómahafi, á
umferðareyju, sat fólk í lengjum og
hafði raðað kringum sig vistum, bjór-
flöskum, hitabrúsum. Kannski var
þetta einhvers konar upprisuhátíð,
svipað og páskar. (157-158)
Og frá og með þessari stundu er eins og
hinn ósýnilegi múr milli hans og heims-
ins sé hruninn:
Hann sigldi áffam í mannhafinu og
fannst hann vera eitt með því, ein lítil
alda, enda þótt hann skagaði hærra en
flestir sem með honum flutu. (159)
Og þegar hann lítur í spegil á hótelher-
bergi sínu sér hann að hann hefur yngst
og andlit hans ljómar eins og á dýrðlingi.
Hann hefur endurheimt sjálfan sig og
umskiptin eru fullkomin og áður en
hann hverfur út úr sögunni á vit nýs lífs
brennir hann síðustu verksummerkin
um sitt fyrra líf; minningargreinarnar,
skilríkin og dagbókina.
Gamansamur harmleikur
Aðferð Steinunnar í þessari sögu er um
margt ólík þeim sem hún hefur áður
beitt. Sagan er skrifuð í knöppu formi,
mjög stuttum hröðum köflum þar sem
atburðarásin er rakin ýmist í beinum
lýsingum eða samtölum. Sögumaður er
nálægur í frásögninni og oft snöggur
upp á lagið. Stíllinn er einfaldur, hrár tal-
málsstíll þar sem gálgahúmorinn ræður
ríkjum því Hálfdan hefur blessunarlega
og þrátt fýrir allt, húmor fyrir ástandi
sínu. Nöfn sögupersóna og staða sem
ýmist eru raunveruleg eða skálduð und-
irstrika andrúmsloft sögunnar á mörk-
urn hins raunsæja og fjarstæðukennda.
Inn á milli koma kaflar úr svokallaðri
„dauðadagbók” Hálfdans en í hana ritar
hann persónulegar hugleiðingar og
útskýrir líðan sína því ekki getur hann
létt á hjarta sínu við nokkurn mann.
Þarna er skipt um sjónarhorn og meiri
nálægð skapast við persónuna og létta
þessi skrif talsvert hina þrúgandi undir-
146
www.mm.is
TMM 1998:3