Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 148

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 148
RITDÓMAR húsinu, eða öllu heldur kofanum í dalnum ... Það var vísir að garði með hálfétnum hríslum kringum húsið. Bak við kofann var járnhlið, en engin girðing í tengslum við það ... Hálfdan leit í kringum sig hlessa. Gluggatjöldin voru óhrjáleg utanfrá, en innra byrðið var kolsvart flauel... Húsgögn úr svörtu leðri, halógen- Iýsing. Stýri á litlu mótorhjóli stakk sér út um svefnherbergisdyr . . . honum var þungt um andardrátt í þessum hita og raka. Þetta var eins og í gufubaði... (bls. 93-94) Það er heitt í víti og hafi eymd Hálfdans verið mikil áður versnar hún enn. Bið- tíminn frá hinum sviðsetta dauða, sem þeir Natan og Ormar koma í kring, og fram að jarðarförinni gengur næstum af Hálfdani dauðum í bókstaflegri merk- ingu en hámark spennunnar er þó tví- mælalaust hin pínlega sena þegar Hálfdan smyglar sér í eigin jarðarför og stendur þar augliti til auglitis við syrgj- andi fjölskyldu sína. Þá er umbreytingin orðin algjör og ættingjarnir bera ekki kennsl á hann. En það er líka síðasta þol- raun hans í þessu lífi. Eftir þennan hreinsunareld finnur lesandi til sama léttis og Hálfdan því höfundi tekst með undraverðum hætti að gera þessa fjarstæðukenndu lífs- reynslu bæði nálæga og sannfærandi. Hálfdan er nú frjáls, stígur upp í þotu og flýgur til himna og upprisan er tákngerð með japönsku blómahátíðinni, Hanami: Skýjabreiður af ljósbleikum blómum þöktu rúðurnar. Það var eins og þau yxu í lausu lofti, því það sást ekki á þeim upphaf eða endir. Ég flaug til Japans og lenti á himnum. Betur að satt væri, að hann væri þá kominn á sinn stað. Hann lygndi aftur augum og þvílíkur friður færðist yfir hann eins og hann væri komin alla leið upp. ... Nú opnaðist útsýnið svo það sást að blómin voru á trjám sem höfðu ræt- ur í jörðinni. Undir þessu blómahafi, á umferðareyju, sat fólk í lengjum og hafði raðað kringum sig vistum, bjór- flöskum, hitabrúsum. Kannski var þetta einhvers konar upprisuhátíð, svipað og páskar. (157-158) Og frá og með þessari stundu er eins og hinn ósýnilegi múr milli hans og heims- ins sé hruninn: Hann sigldi áffam í mannhafinu og fannst hann vera eitt með því, ein lítil alda, enda þótt hann skagaði hærra en flestir sem með honum flutu. (159) Og þegar hann lítur í spegil á hótelher- bergi sínu sér hann að hann hefur yngst og andlit hans ljómar eins og á dýrðlingi. Hann hefur endurheimt sjálfan sig og umskiptin eru fullkomin og áður en hann hverfur út úr sögunni á vit nýs lífs brennir hann síðustu verksummerkin um sitt fyrra líf; minningargreinarnar, skilríkin og dagbókina. Gamansamur harmleikur Aðferð Steinunnar í þessari sögu er um margt ólík þeim sem hún hefur áður beitt. Sagan er skrifuð í knöppu formi, mjög stuttum hröðum köflum þar sem atburðarásin er rakin ýmist í beinum lýsingum eða samtölum. Sögumaður er nálægur í frásögninni og oft snöggur upp á lagið. Stíllinn er einfaldur, hrár tal- málsstíll þar sem gálgahúmorinn ræður ríkjum því Hálfdan hefur blessunarlega og þrátt fýrir allt, húmor fyrir ástandi sínu. Nöfn sögupersóna og staða sem ýmist eru raunveruleg eða skálduð und- irstrika andrúmsloft sögunnar á mörk- urn hins raunsæja og fjarstæðukennda. Inn á milli koma kaflar úr svokallaðri „dauðadagbók” Hálfdans en í hana ritar hann persónulegar hugleiðingar og útskýrir líðan sína því ekki getur hann létt á hjarta sínu við nokkurn mann. Þarna er skipt um sjónarhorn og meiri nálægð skapast við persónuna og létta þessi skrif talsvert hina þrúgandi undir- 146 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.