Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 159

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 159
RITDÓMAR urður sem kunnugt er með þrem „ljóð vega“ bókum sem komu út á árunum 1975-1982. Því næst komu þrjár „ljóð námu“ bækur á árunum 1985-1990. Með Ljóðlínuspil hefur Sigurður náð þeim merka áfanga að ljúka sínum þriðja ljóðaþríleik og sú spurning hlýtur að vakna hjá lesendum hans hvort hann láti hér staðar numið eða haldi áfram og bæti við fjórða þríleiknum þannig að ljóðabækur hans nái hinni heilögu tölu tólf. Telja verður líklegra að skáldið haldi áfram og það kæmi mér ekki á óvart þó Sigurður væri þegar farinn að leggja drög að næsta þríleik. Mikil formfesta og skipulag einkenna ljóðabækur hans, sem dæmi má nefna að titlar þeirra eru allir myndaðir úr tólf bókstöfum. Einnig má nefna að talnaspeki er Sigurði hugleikin og má í sumum bóka hans sjá reglur sem vart geta talist einber tilviljun. Ljóðlínu- spil skiptist í fimm kafla, fjöldi ljóða í hverjum kafla er margfeldi af þremur nema í fyrsta kafla sem inniheldur fjögur Ijóð sem öll greinast reyndar í þrennt. f síðustu ljóðabók skáldsins voru ljóð hvers kafla jafhmörg og númer kaflans í bókinni, þ.e.a.s. í fyrsta kafla eitt ljóð, í öðrum kafla tvö og o.s.ffv. Ljóð Sigurðar Pálssonar eru fjölbreytt að allri gerð, hann er nokkuð jafnvígur á knöpp miðleitin ljóð og löng og útleitin og því má ekki gleyma að hann er mjög flinkur að skrifa prósaljóð, rissa upp mannlífsmyndir og sviðsetja atburði. Hann nýtur þess að vera þjálfað leikskáld auk þess að vera ljóðskáld. í Ljóðlínuspil er aðeins eitt prósaljóð að finna og nefn- ist það „Miðja vega“. Þar má greina bæði sviðsetningu og sögukjarna þannig að prósaljóðið nálgast það að vera smásaga eða löng örsaga. Undur og stórmerki eiga sér stað í ljóðinu, fyrir tilstilli hvirfil- byls og tónlistar Getz og Gilberto verða hlutir og fólk uppnumin til himna. Þetta er glæsilega ort prósaljóð, vekur sterk hughrif og skilur lesandann eftir í eins konar furðuvímu. Einkennandi fyrir ljóðstíl Sigurðar eru endurtekningar og klifanir af ýmsu tagi. Með slíkum mælskubrögðum nær hann ákveðinni festu í ljóðin og sefjun- armátturinn eykst til muna, lykilorð og setningar fá aukið vægi við endurtekn- inguna. Klifanir eru vandmeðfarnar og geta orðið þreytandi ef stílbragðið er of- notað en yfirleitt notar Sigurður þær af smekkvísi. Sem dæmi má taka ljóðið „Maímánuður“, þar er endurtekning- um beitt á mjög markvissan hátt og af miklu listfengi. Upphaf ljóðsins er svohljóðandi: Undir linditrjánum stöðug hlýindi dag eftir dag og birta Hægagangur undir linditrjánum og glaðsinna hraði í huganum f lokaerindinu eru lykilorðin endurtekin og þar fýrir utan beitir skáldið einnig anafóru og epifóru: áfram yrði hægagangur undir linditrjánum og hraði og hlýindi og hann héldi áfram þessi mánuður þessi ilmur jasmínblómanna þessi lendingarbraut hnígandi sólar spegill sólar spegill sálar Andstæður er líka stílbragð sem Sigurð- ur hefur alla tíð notað mikið í ljóðum sínum. I Ljóðlínuspil er það áberandi í nokkrum ljóðum einkum þeim sem eru heimspekilegs eðlis. Ég tek hér sem dæmi ljóð er nefnist „Niðri við svörð“ III. Þar er sagt frá dansandi konu sem tengir saman himin og jörð með dansi sínum. Henni er lýst sem „Dansandi alt- ari/milli jarðar og himins“ og í lokin kemur fram að dansinn myndar eins konar brú milli andstæðna, færir mann- inum sannleik einhvers konar „syntesu“ sem ekki er hægt að koma orðum að eins TMM 1998:3 www.mm.is 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.