Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 9
SAGA MANNKYNSINS ER AÐEINS SAMTÍMASAGA
og O Evangelho segundo Jesus Cristo (Fagnaðarerindið samkvæmt Jesú
Kristi).
M.R.: Þessi „munnlegi stíll“ er alls staðar í bókunum, hann birtist gegnum
höfundinn-hlustandann, þennan höfund sem hermir effir öllum röddum,
er ekki hætta á því að hann breiði yfir það sem skáldsagan ætti þvert á móti að
varpa ljósi á: raddir persónanna, það sem er sérstakt í fari þeirra?
J.S.: Það sem þú kallar hættu er í rauninni tvíþætt markmið: annars vegar að
láta rödd höfundarins koma í stað raddar sögumanns (ef það er hægt) svo að
lesandinn viti alltaf hver hann er (sem fær mig til að segja að bækur mínar
ættu að vera með borða með eftirfarandi orðum: „Varúð, það er persóna
innan í þessari bók“); hins vegar, hvað persónurnar varðar, hætta að láta þær
vera í sérstakri þjóðfélagsstöðu, og gera úr þeim „talsmenn“ þeirrar persónu
sem höfúndurinn er (allra þeirra radda sem búa innra með honum) án þess
að fórna sérkennum þeirra. Ég skrifa sennilega ekki skáldsögur, heldur rit-
gerðir með persónum. Ef til vill vegna þess að ég hef ætíð haff rit Montaignes
innan seilingar.
M.R.: Hefurðu aldrei velt fyrir þér effirfarandi spurningum: hvert er sam-
bandið milli skáldsagna minna og hinnar epísku hefðar lands míns? Er ég
skáldsagnahöfundur eða sagnamaður sem viðheldur hinni sameiginlegu
munnlegu hefð?
J.S.: Ef Camoes og nokkrir annálaritarar frá 15. og 16. öld eru frá taldir, er al-
mennt ekki hægt að tala um neitt sem heitir „portúgölsk epík“, síst ef þá er átt
við „bókmenntategund sem rekur í háfleygum stíl og á sinn eigin skipulega
hátt hetjudáðir sögulegra eða goðsögulegra persóna“, eins og lesa má í al-
fræðibókum.
En „hin almenna sameiginlega hefð“ er annað mál. Hún er á sínum stað í
skáldsögum mínum og birtist á margvíslegan hátt í byggingu bóka minna
eða í einstökum þáttum þeirra: það að gera lykkju á frásögnina, notkun
fyrnds orðaforða, síendurtekin notkun á orðtökum úr héraðsbundnu tal-
máli, notkun málshátta, minna og talsmáta úr alþýðumáli, og svo framvegis.
Er ég þá skáldsagnahöfundur, eða sagnamaður sem nota ritmál í stað tal-
máls? Ég hallast fremur að sagnamanninum. Ég kæri mig kollóttan um að
menn haldi áfram að kalla þær bækur sem sögurnar eru sagðar í skáld-
sögur...
M.R.: Mér virðist sem allt í skáldsögunni Memorial de convento (Minningar
TMM 1998:4
www.mm.is
7