Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 9
SAGA MANNKYNSINS ER AÐEINS SAMTÍMASAGA og O Evangelho segundo Jesus Cristo (Fagnaðarerindið samkvæmt Jesú Kristi). M.R.: Þessi „munnlegi stíll“ er alls staðar í bókunum, hann birtist gegnum höfundinn-hlustandann, þennan höfund sem hermir effir öllum röddum, er ekki hætta á því að hann breiði yfir það sem skáldsagan ætti þvert á móti að varpa ljósi á: raddir persónanna, það sem er sérstakt í fari þeirra? J.S.: Það sem þú kallar hættu er í rauninni tvíþætt markmið: annars vegar að láta rödd höfundarins koma í stað raddar sögumanns (ef það er hægt) svo að lesandinn viti alltaf hver hann er (sem fær mig til að segja að bækur mínar ættu að vera með borða með eftirfarandi orðum: „Varúð, það er persóna innan í þessari bók“); hins vegar, hvað persónurnar varðar, hætta að láta þær vera í sérstakri þjóðfélagsstöðu, og gera úr þeim „talsmenn“ þeirrar persónu sem höfúndurinn er (allra þeirra radda sem búa innra með honum) án þess að fórna sérkennum þeirra. Ég skrifa sennilega ekki skáldsögur, heldur rit- gerðir með persónum. Ef til vill vegna þess að ég hef ætíð haff rit Montaignes innan seilingar. M.R.: Hefurðu aldrei velt fyrir þér effirfarandi spurningum: hvert er sam- bandið milli skáldsagna minna og hinnar epísku hefðar lands míns? Er ég skáldsagnahöfundur eða sagnamaður sem viðheldur hinni sameiginlegu munnlegu hefð? J.S.: Ef Camoes og nokkrir annálaritarar frá 15. og 16. öld eru frá taldir, er al- mennt ekki hægt að tala um neitt sem heitir „portúgölsk epík“, síst ef þá er átt við „bókmenntategund sem rekur í háfleygum stíl og á sinn eigin skipulega hátt hetjudáðir sögulegra eða goðsögulegra persóna“, eins og lesa má í al- fræðibókum. En „hin almenna sameiginlega hefð“ er annað mál. Hún er á sínum stað í skáldsögum mínum og birtist á margvíslegan hátt í byggingu bóka minna eða í einstökum þáttum þeirra: það að gera lykkju á frásögnina, notkun fyrnds orðaforða, síendurtekin notkun á orðtökum úr héraðsbundnu tal- máli, notkun málshátta, minna og talsmáta úr alþýðumáli, og svo framvegis. Er ég þá skáldsagnahöfundur, eða sagnamaður sem nota ritmál í stað tal- máls? Ég hallast fremur að sagnamanninum. Ég kæri mig kollóttan um að menn haldi áfram að kalla þær bækur sem sögurnar eru sagðar í skáld- sögur... M.R.: Mér virðist sem allt í skáldsögunni Memorial de convento (Minningar TMM 1998:4 www.mm.is 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.