Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 36
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
eðli hennar og hlutverk, byrjaði ungur að leikstýra eigin verkum og annarra,
vann óvenju náið með tónskáldum og leikmyndateiknurum. Um það leyti
sem hann fór frá Þýskalandi var hann að dómi gagnrýnandans og leiksögu-
fræðingsins Hennings Rischbieter búinn að ná fullu valdi á meðulum leik-
hússins, en í útlegðinni gáfust fá tækifæri til leikhúsvinnu og þá yfirleitt ekki
með atvinnuleikurum. Helstu áfangana á leikstjórnarferli Brechts fyrir 1933
telur Rischbieter vera sýningarnar áÆvi Játvarðsannars 1924 og á Maðurfyr-
ir tnann 1931, enda hafi þær verið nýlunda í þýsku leikhúsi, hvor með sínum
hætti.23
Sjö síðustu æviárin fæst Brecht svo að mestu við leikstjórn með leikflokki
sínum Berliner Ensemble. Hann yrkir einnig töluvert en gengur ekki frá
nema einu nýju leikriti, ef frá eru taldar aðlaganir ýmissa verka leikbók-
menntanna sem hann vinnur að með aðstoðarmönnum sínum. Ég sá
sýningu hans og Erichs Engel á Mútter Courage 1960, en hún var þá búin að
vera á fjölunum frá 1949. Þó langt sé um liðið er hún mér enn í fersku minni,
enda sá ég hana oft. Auk þess hefur mikið verið um hana ritað. Það sem
kannski vakti hvað mesta athygli var hinn skýri heildarsvipur sýningarinnar,
léttleiki hennar og þokki, samfara mikilli nákvæmni í leik (sem var sattað-
segja næsta ólík þeim tilviljanakennda spuna sem nú virðist vinsælli en flest
annað í íslensku leikhúsi). Annað sem áberandi var, og Peter Brook hefur lýst
manna best,24 var sparsemin og reglan ,hluti fyrir heild1, sem náði ekki að-
eins til leikmyndar heldur einnig til leiks. Það er að segja að til að túlka per-
sónu sína gerði leikarinn enga tilraun til að sýna hana ,alla‘, lifa hana einsog
hún er í öllum sínum margbreytileika, heldur valdi hann úr þá drætti og
sýndi það úr fasi hennar sem við átti í þeirri heildarmynd sem sýningin var.
Þá var bygging sýningarinnar eftirminnileg: Löng vegferð Qölskyldu með
söluvagn um stríðshrjáð héruð á tólf ára tímabili, sýnd á hringsviði og í hvítu
ljósi; einstök atriði voru býsna sjálfstæð en studdu þó öll meginþemað: að al-
múgafólk græðir aldrei á stríði, það er blekking. Brýnn boðskapur fluttur af
mikilli list, og af sigurvissu og öryggi sem fágætt er að sjá. í sýningunni voru
þrír afburðaleikarar, Helena Weigel, Ernst Busch og Ekkehard Schall, en leik-
hópurinn virtist þó jafn engu að síður. Ég er í engum vafa um það nú, að það
var fýrst og fremst leikstjórninni að þakka hve góð sýningin var, og að hún
var betri en leikritið. Löngu seinna sá ég enska sýningu með prýðisleikurum.
í hana vantaði allt líf, hún var einsog svo margar Brechtsýningar mótuð af
hugmyndum um það hvernig leika ,eigi‘ Brecht: sumsé kalt, tilfmningalaust,
vélrænt! Það var einsog vantaði í hana alla sannfæringu og tilgang; hún var
þarafleiðandi ekki lifandi og áhrifarík einsog Berlínarsýningin heldur dauð-
ans leiðinleg.
Kenningar Brechts um leiklist hafa oft og einatt verið skildar sem svo að
34
ww w. mm. ís
TMM 1998:4