Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 43
BERTOLT BRECHT 1898-1998 vörur hjá Bertolt Brecht," orti Erich Kástner í kvæði sem hann kallaði „Súrabaja-Johnny 11“ og var stæling á samnefndum söng Brechts, en sá studdist nokkuð við ballöðu eftir Kipling.38 „Verk eftir Brecht sem John Gay samdi fyrir tvöhundruð árum,“ skrifaði gagnrýnandinn Alfred Kerr um Túskildingsóperuna. Og Kerr sakaði Brecht um ritstuld: hann hefði að vísu sagt frá því að nokkrir söngvar væru .lagaðir eftir Villon', en ekki getið um K.L. Ammer sem þýtt hefði Villon á þýsku. Brecht svaraði og gekkst fúslega við því að 25 línur af 625 í söngvunum í leikritinu væru orðrétt uppúr þýðingu Ammers, en hann hefði því miður gleymt að taka þetta fram. Og það stafar, sagði hann, af „hirðuleysi mínu um eignarrétt í andlegum efn- um“. Sú yfirlýsing fór mjög fyrir brjóstið á mörgum, meðal annars brást Kurt Tucholsky hart við. Aðrir, þeirra á meðal Karl Kraus, tóku hinsvegar upp hanskann fyrir Brecht. I framhaldi af þessu svari gekk hann enn lengra og komst svo að orði að blómaskeið í bókmenntum einkenndust nánast æv- inlega af því að höfundar stunduðu ritþjófnað af vammleysi og þrótti. En rit- stuldur gæti aldrei bjargað lélegu verki. Til að iðka hann þyrfti hæfileika, annars væri hætta á að málfræðilega rétt setning styngi um of í stúf við illa stílaðan textann í kring.39 Þetta kunna að þykja umdeilanlegar skoðanir. En ef Villon-stælingar Brechts eru bornar saman við þýðingar Ammers kemur í ljós að þar eru á ferðinni ný kvæði þráttfyrir línurnar 25. Þeir staðir eru þó athyglisverðastir þar sem lítil orðalagsbreyting gerir gæfumuninn. Siðferðileg fordæming Fuegis og fleiri á þessum vinnubrögðum Brechts byggist á þeirri hugsun að höfundur skuli forðast einsog heitan eldinn allar hugmyndir sem aðrir hafi fengið og komið orðurn að, það er: „eigi“. Óþarfi ætti að vera að benda á að þetta viðhorf er mjög ungt í bókmenntasögunni. Lengstaf hafa vinsæl yrkis- efni, margnotuð þemu gengið á milli höfunda, og það var fyrst og fremst úr- vinnslan sem skildi á milli feigs og ófeigs. Þannig vann Snorri Sturluson, þannig vann Shakespeare, þannig vann Moliére, þannig vann Goethe. Og þannig hafa reyndar fleiri höfundar en Brecht unnið á þessari öld, og ætti að duga að nefna hér þá Halldór Laxness, James Joyce og Ezra Pound. Allir hafa þeir ausið af þeim nægtabrunni sem arfleifðin er á þann hátt að eitthvað nýtt hefur orðið til. Þannig hafa einnig tónskáld og myndlistarmenn löngum unnið og vinna enn. Með þessu er ég ekki að gefa undir fótinn með að ritstuldur sé öldungis óþarft hugtak og eigi aldrei við. Það gerir það vissulega stundum, tilaðmynda þegar hæfileikalítill höfundur skreytir sig með fjöðrum annarra án þess að úr verði nokkuð nýtt. Um stuld er bersýnilega einnig að ræða þegar höfundur hnuplar hugmynd frá öðrum og verður fyrri til að koma henni í verð, einsog altítt er í kvikmyndabransanum. En þó höfundur nýti sér hugmyndir eða TMM 1998:4 www.mm.is 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.