Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 45
BERTOLT BRECHT 1898-1998 Laxness sé ærulaus maður vegna þess að hann hafi haldið uppi vörnum fyrir Ráðstjórnarríkin. Þegar rök af þessu tagi heyrast verður ein spurning áleitin: Afhverju að- hylltust menn um víða veröld kommúnisma? Hún verður einnig býsna áleit- in við lestur Svartbókarinnar ffönsku, sem er svört skýrsla um glæpi kommúnismans, en bókin ber hana ekki einusinni upp og lætur henni því al- veg ósvarað.42 Skýringin getur þó varla verið sú að allar þessar milljónir manna hafi hrifist af þeim glæpaverkum sem nú er ljóst orðið að fylgdu rúss- nesku byltingunni einsog skugginn nánast ffá upphafi. Nei, svarið við spurningunni hlýtur að liggja bæði í eðli kommúnisma og kapítalisma. Menn trúðu því einlæglega að kommúnismi væri stefna sem leiða myndi til réttlátara þjóðfélags en hins kapítalíska sem menn þekktu. Kommúnisminn var sumsé annað og meira en ógnarstjórn og illvirki. Hann var líka hugsjón um að binda enda á ógnarstjórn og illvirki, fyrirheit um skynsamlegt þjóðfé- lag byggt á mannúð og réttlæti, jöfnuði og samhjálp. Hann var þetta hvorttveggja í senn - glæpir og göfug fyrirheit - og ef við neitum að horfast í augu við þessa þversögn munum við aldrei geta skilið okkar öld. Og við munum að sjálfsögðu ekki skilja þá listamenn sem aðhylltust kommúnisma. Mikið af ruglandinni í umræðunni um kommúnisma stafar reyndar af því að menn nota orðið í tvennskonar merkingu, einsog ég geri hér að framan, og gera engan greinarmun á kommúnisma sem hreyfingu og hugsjón ann- arsvegar, og hinsvegar ríkisformi því sem kenndi sig við kommúnisma. Við þetta bætist svo sú almenna ,söguskekkja‘ sem í því felst að gera ráð fyrir því að fýrir hálfri öld eða meira hafi menn búið yfir sömu vitneskju og verið allir sömu vegir færir og nú. Þessa söguskekkju kallar Milan Kundera ,þokuna á vegunum1 í sam- nefndri grein.43 Svo orð hans séu endursögð: í lífi sínu ganga menn í þoku - ekki svartamyrkri, þeir sjá viðmælendur sína og eina fimmtíu metra fram- fýrir sig - en þegar þeir horfa um öxl til að dæma menn í fortíðinni þá sjá þeir enga þoku á vegum þeirra. Og hann tekur dæmi af Majakovskí: „Hvorir eru blindari, Majakovskí sem orti kvæði um Lenín en sá ekki hvert lenínisminn myndi leiða, eða við sem dæmum hann áratugum síðar og sjáum ekki þok- una sem umlukti hann? Blinda Majakovskís er partur af eilífu hlutskipti manna. Að sjá ekki þokuna á vegi Majakovskís, það er að gleyma því hvað það er að vera maður, gleyma því hvað við erum sjálf.“44 Það er mikilvægt að kynnast sjónarmiðum á borð við þau sem Milan Kundera, maður sem sjálfur hraktist í útlegð undan kommúnistum, setur fram í þessari grein. Hann kemst að orði á þá leið að ef menn ætli að kveðja þessa öld ögn vitrari en þeir voru við upphaf hennar þá verði þeir að hætta að hugsa í anda réttarhalda. Þetta er meðal annars spurning um hvaða afstöðu TMM 1998:4 www.mm.is 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.