Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 86
GYRÐIR ELÍASSON William Morris. Undirritaður veit að vísu ekki hvort Guðmundur var sósí- alisti einsog Morris, og hefur gengið erfiðlega að fá upp hvort hann tilheyrði yfirleitt einhverjum hópi á leikvangi stjórnmálanna - eða hvort hann gerði einsog H.C. Andersen og skipti sér ekkert af pólitík. Það er alls ekki svo galin afstaða fyrir skáld, sem oftast hafa heldur ekki hundsvit á þeirri tík. En getur verið að hik hans við að taka afstöðu um miðja öldina í þeim málum hér, þegar flestir skiptust í tvær andstæðar fylkingar, hafi haft áhrif síðar meir, hann hafi verið sniðgenginn á þeim forsendum, einsog dottið milli þils og veggjar? Önnur skýring sem heyrst hefur um þá gleymsku sem nú lykur um nafn hans, er sú að hann hafi gert þau mistök að flytja til Akureyrar, og þar gleymist allir nema Davíð og Matthías! Það sannasta í þessu mun þó vera að Guðmundur var mjög hlédrægur maður, og gerði ekkert til að ýta sér áfram. Einnig kemur hann fram á miklu breytingaskeiði, þegar þjóðfélagið og skáldskapurinn sæta gagngerri umsköpun. Hann tilheyrir gamla bænda- samfélaginu í anda á vissan hátt, þótt hann sé alls enginn íhaldsmaður á því sviði og sjái sannarlega galla á hinum forna og hverfandi tíma. En hann sleppur ekki frá honum samt, og vill ekki sleppa frá honum að öllu leyti - þar er sál hans hálf. Og þegar formbyltingin í kveðskapnum kemur upp, er hann kominn um fimmtugt, og „liggur eftir“ með sín rímuðu ljóð. Þó var það eins með hann þar; hann forsmáði ekki framlag nýja tímans. Hann talar af mikilli sanngirni um formbyltingarskáld í sjálfsævisögu sinni, þótt honum hafi ekki fundist taka því að fylgja þeim eftir, eða hafi ekki treyst sér til þess. En líklega er þar að nokkru fengin skýringin á því að hann fer að fást við sagnagerð kominn á sjötugsaldur. Honum fannst Ijóðið - einsog það horfði við honum - hafa misst mátt sinn, og í stað þess að leysa upp hættina sneri hann sér alveg að öðru formi. Barátta manna um form og formleysi virðist hafa tekið á hann um of, enda er ljóst af öllu að hann hefur verið viðkvæmur maður, og dulur. En einsog áður hefur verið sagt flutti hann með sér ýmsar eigindir ljóða sinna yfir í sögurnar; náttúrumystíkina og hárfín blæbrigði í notkun orða. Þessi atriði gefa sögum hans einstakt andrúmsloft. Guðmundur er oft fínlegur, jafnvel það sem einhverntíma hefði verið kallað kvenlegur, en það má tæpast lengur - þegar öllum „gildum“ hefur verið snúið við. Hinsvegar verður því ekki neitað að ljóð hans leiða oft hugann að skáldkonum fremur en skáldbræðrum hans, t.d. má fmna þar ákveðinn skyldleika við Ólöfu frá Hlöðum, þó það kunni að sýnast langsótt. Næstum allt hans lífsverk á bókum er mótað af sama „heiminum,“ Langa- dalnum fýrir norðan, sem speglar um leið allt mannlíf - ef ekki vísvitandi, þá einsog óvart. Og fljótið Blanda, fljót dauðans og lífsins í senn, rennur um flestar síður. Hann er fljótsdýrkandi af svipuðum toga og Tómas Guð- mundsson og Ólafur Jóh. Sigurðsson. Eftilvill eru þetta leifar af náttúru- 84 www.mm.is TMM 1998:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.