Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 87
GUÐMUNDUR FRÍMANN
vættatrú, sem birtast í verkum þessara þriggja skálda mitt í nútímanum? Það
er annars merkilegt hvað þröng og lítil sveit getur rúmað mikið af heiminum
í höndum góðra skálda - samanber sjálfan „nafla alheimsins" í verkum
Williams Heinesen.
Sáralítið hefur verið skrifað um skáldskap Guðmundar Frímanns. Þar
stendur upp úr ritgerð Jakobs Kristinssonar í Eimreiðinni. Jakob Kristinsson
- hver man eftir honum? Hann var vinur Þórbergs, og einn af okkar bestu
ritgerðasmiðum á öldinni. Þórbergur sagði um hann að hann væri gáfaðasti
maður sem hann hefði hitt. Og hvað sem slíkum ummælum líður var Jakob
nógu glöggskyggn til að meta verðleika Guðmundar af réttsýni meðan hann
var enn að verki - nokkuð sem ritskýrendum hefur oft reynst erfitt. Hitt er
einfaldara, að taka ritverk manna eftir á og fjalla um þau.
Fyrsta ljóðakver Guðmundar kom út árið 1922, þegar hann var 19 ára, og
hét Náttsólir. Þetta var árinu áður en vinur hans Magnús Ásgeirsson gaf út
sín fýrstu ljóð, frumort og þýdd. Guðmundur vildi lítið við þessi æskuljóð
kannast síðar, og aðeins eitt kvæði var tekið úr bókinni í úrval ljóða hans
seinna meir. Einum ellefu árum síðar gefur hann út Úlfablóð, undir dulnefn-
inu Álfur frá Klettstíu. Þar er þegar tekið að marka fyrir helstu höfundarein-
kennum Guðmundar, og satt að segja einkennilegt að hann skuli einmitt þá
velja dulnefni, sem hann notaði ekki í annan tíma. 1937 kemur Störin syngur,
mun fyllri og sterkari bók en hinar tvær, hann stígur þar fyrst fram sem
fullþroska höfundur. Svo líða 14 ár, þar til næsta bók hans kemur, Svört verða
sólskin. Þessi bók vakti talsverða athygli, og að verðleikum, því hún er sérstæð
um margt. I henni er þó tregi og drungi sem verður full eintóna í jafn stórri
bók; hún er á annað hundrað síður. Dapurleikinn er næstum yfirþyrmandi í
lokin. En meðferð hans á kveðskaparforminu er nánast lýtalaus. Síðan kem-
ur hans langbesta Ijóðabók fáeinum árum síðar; Söngvarfrá Sumarengjum.
Og útfrá hvaða sjónarmiði er hún „langbest“? Tök hans á forminu eru enn
styrkari, en mest um vert er að ákveðið jafnvægi ríkir í tóninum - blænum,
án þess að nokkurt skapleysi komi til. Hann fer dýpra undir yfirborðið, og
kemur upp með meiri birtu. Einsog áður segir er ákveðinn skyldleiki í kvæð-
um Guðmundar Frímanns og nafna hans úr Hvítársíðunni, en þó heldur
hvor sínu og að ýmsu leyti eru þeir ólíkir menn og skáld. Kannski liggja lík-
indin helst í svipuðum uppruna og þessari „mystísku“ afstöðu til lands og
gróðurs. Síðasta ljóðabók frá hans hendi í langan tíma er svo fyrrgreind
þýðingabók hans; Undir bergmálsfjöllum.
Eftir þessa röð ljóðabóka söðlar hann um og tekur til við sagnagerðina.
Hann endaði kveðskapartímabilið á þýðingum, en hefur þetta nýja tímabil á
þýðingum sem áður er getið; Ástaraugun 1959. Á eftir Svartárdalssólinni og
Rauðu sortulyngi, kemur skáldsagan um stúlkuna úr Svartaskógi, og árið
TMM 1998:4
www.mm.is
85