Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 116
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Jacques Derrida heiðursdoktorsnafnbót yrði afturkölluð, enda væru verk hans óvísindaleg: brytu í bág við þá mælikvarða rökfestu og nákvæmni sem allar fræðigreinar byggðust á.24 Hver hefði verið líklegri en Þorsteinn Gylfa- son til að skrifa undir slíkt skjal ef eftir hefði verið leitað? Póstmódernistar hlæja að hugtökum á borð við „eðli“ og „náttúrulegar tegundir“ og telja allsendis handahófskennt hvernig veröldin er flokkuð og greind. Skoðun Þorsteins er sú að eitt meginhlutverk náttúruvísinda sé „að betrumbæta eðlisskilgreiningar jafnt og þétt“25 og sú kenning manna á borð við Quine að náttúrulegar tegundir séu mannasetningar og skipti minna máli í vísindum eftir því sem þau þróast „virðist fáranleg“.26 Ein skýrasta kenning póstmódernista er að ekki sé til nein sammannleg skynsemi og enginn ytri veruleiki sem unnt sé að vísa til með orðum okkar. Með örlítið heimspekilegra orðalagi mætti orða þetta svo að póstmód- ernisminn sé enn ein tilraunin í hugmyndasögunni til að hafna samsvör- unarkenningunni um sannleikann, þeirri barnslega einföldu skoðun að sannleikurinn sé veruleiki í orðum. Nú vill svo til að fáir heimspekingar hafa varið samsvörunarkenninguna um sannleikann af meiri snerpu og skyn- semi en einmitt Þorsteinn Gylfason. Hann segist vilja „fara með samsvörun- arkenningu þeirra Aristótelesar og Tarskis sem alveg sjálfsagðan hlut“ og honum „geti engar heimspekilegar kenningar um sannleikann hnekkt“: Formlega eða „í eðli sínu eru öll sannindi eins - nefnilega samsvaranir setn- inga og staðreynda“; „sannleikurinn er í eðli sínu einn þótt hann sé margvís- legur að efni og öflun“. Og þessi sannleikur, hinn hversdagslegi sannleikur, er sá „sem við kennum börnum að segja, og sá sem við viljum að standi í frétta- blöðum og skólabókum“. Þeir sem hafna þessu (svo sem póstmódernistar), og „halda því fram að til sé tvenns konar eða margs konar sannleikur“ eru „tvöfeldningar" og þeim velur Þorsteinn hin verstu orð enda geri þeir sig seka um „hrikalega uppreisn gegn mannlegri skynsemi11.27 Svo eigum við að trúa því að þetta sé sami maðurinn og nú staðhæfir að „meginkennisetning- ar póstmódernismans“ (að minnsta kosti eins og ég „skilgreini" hann í greinaflokknum) séu „flestar mjög skynsamlegar“ (GPÁ, 124)! Þegar Þorsteinn Gylfason var ungur tók hann sér fyrir hendur að „sund- urgreina þá samsteypu lágkúru, uppskafningar og ruglandi“ sem að hans dómi einkenndi hefð í menntalífi Evrópu er hann kenndi við „hina nýrri frumspeki“. Sú átti að hafa fæðst hjá Kant (sem þó var góður inn við beinið) en síðan haltrað lömuð út hjá Fichte, Hegel og Marx og á 20. öld umbreyst í „eitt marghöfðað villidýr“.28 Það þarf ekki mikla hugkvæmd til að ímynda sér hvaða hliðstæðar dægurflugur af afkáraskap Þorsteinn hefði reynt að af- hjúpa nú, aldarfjórðungi síðar, ef hugur hans hefði enn staðið tilþess að berj- ast við marghöfðuð villidýr. Það þarf að minnsta kosti enginn að segja mér 114 www.mm.is TMM 1998:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.