Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 126
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON frá þeim greint áður og þau eru sáralítið frumleg heldur: David Harvey rær meðal annars á sömu mið í víðlesinni bók sem víða er kennd í háskólum.54 En aftur að ósamkvæmninni: Það er að vísu rétt hjá Gunnari Páli að af- stæðishyggjumenn þekkja ýmsa útvegi til að tjá stefnu sína án þess að sjálf lýsing hennar verði sjálfskæð. Hitt fer óleynt að póstmódernistar lenda iðu- lega í mótsögn við sjálfa sig; það eru meðal annars ein helstu rök Sigríðar Þorgeirsdóttur gegn „sterkum“ póstmódernisma.55 Gunnar J. Árnason af- hjúpaði eitt lítið dæmi um þetta í listgagnrýni í sumar er hann tók Ólaf Gísla- son á beinið fyrir póstmóderníska málaíylgju í sýningarskrá alþjóðlegrar samsýningar: „Það sem gerir manni oft erfitt fyrir að taka slíkan málflutning alvarlega“, segir Gunnar, „er þegar menn lýsa digurbarkalega yfir að tími al- hæfmga sé liðinn, eða eins og Ólafur orðar það, ‘algildur sannleikur og algilt sjónarhorn á heiminn er ekki til’, en koma síðan með, í sömu andrá, hrikaleg- ar alhæfingar, eins og þá að öll persónuleg sjónarhorn séu ómöguleg, enginn stíll, aðeins lúnar og útjaskaðar stælingar.“56 Annað dæmi má þiggja úr nýlegum ritdómi um þrjú lofgerðarrit um póstmódernisma í menntamál- um þar sem ritdómarinn vekur athygli á því að póstmódernistarnir geri sér aftur og aftur mat úr hversdagslega reynsZuhugtakinu sem þeim sé þó í orði mest kappsmál að úthúða. Hver getur enda verið grundvöllur alls náms ef ekki hin hversdagslega reynsla barnsins af umheiminum?57 En er ekki ásökun um ósamkvæmni gagnrýni á orðin tóm? Sú var tíð að Þorsteinn Gylfason kenndi okkur að það væri tilvísunin til hins ytri veruleika (er póstmódernistar hafna) sem ylli því að við hlytum að forðast ósam- kvæmni. Við nytum okkar einfaldlega ekki í daglega lífinu með djöful ósam- kvæmninnar í dragi enda væri hún ekki aðeins formlegt vandamál heldur leiddi meðal annars í raun til „mistaka og vonsvika“.58 Ég stakk í lok greinaflokks míns upp á þeirri sálrænu skýringu á póst- módernismanum, í anda Sigurðar Nordal, að það hefði orðið hlutskipti margra mætra manna (svo sem gamla Trotskyistans Lyotards) að gleypa í æsku í sig kreddur sem seinna hafi orðið sem „bögglað roð fýrir brjósti þeirra“ og þeir loks hafnað án þess að verða lausir við eftirstöðvarnar. Þeir hafi reynt að hrista þær af sér með yfirborðsvisku en eftir hafi setið niður- bældur ótti við öll trúarbrögð sem í raun sé ekki annað en umhverfð kreddu- festa (KK-1, X). Það styður mál mitt að póstmódernistar koma iðulega upp um sig sem laumuskynsemingar: Þröstur Helgason viðurkennir þannig að fólk eigi sér „þá ósk heitasta að finna einhverja merkingu í öllu þessu kraðaki af textum, undirtextum og yfirtextum, huldutextum, neðanmálstextum" og að póstmódernisminn sé ekki annað en millibilsástand þar sem „við erum að endurmeta hlutina hægt og yfirvegað, rífa niður svo að við getum hugsan- lega komist inn að einhverjum kjarna, á einhvern grunn sem hægt er að 124 www.mm.is TMM 1998:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.