Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 136
RITDÓMAR og að skrifa um ævi sína, því segir hann: „ég er ekki að endurheimta neitt heldur skapa hliðstæðu" (bls. 11). Myndin af húsinu, myndin af fjallinu og sagan af ævinni, eru allt hliðstæður við veruleik- ann, jafn réttháar en ekki það sama. Uppmninn „Sá maður er ekki til sem langaði ekki að hverfa á ný til staðarins sem hann kom frá, vegna þess að við fæðumst ekki frjáls og glöð, þótt við höldum það. Við fæðumst inn í ævilangt um- komuleysi" (bls. 303). Aðferð Guðbergs við að glíma við hið ævilanga umkomuleysi er að setja í frá- sagnarbúning ekki einungis sínar eigin minningar, heldur líka minningar for- eldra sinna og með því verða þær órjúf- anlegur þáttur hans ævi og kynslóðirnar renna saman í eina frásögu. í sjálfsævi- sögum takast ævinlega á tvö tímaplön; tími skriftanna (samtíðin) og tími at- burðanna (æskan/fortíðin), en hjá Guð- bergi bætist við þriðja tímaplanið; tími æsku foreldranna. 1 verkinu renna í raun saman tími æsku foreldra hans við æsku hans og verða óaðgreinanlegir. Eins og þegar móðir hans sagði honum sögur rennur allt saman „í tíma frásögunnar, eina tímann sem er í raun og veru til“ (bls. 167). Guðbergur lýsir því að hann tali stanslaust við foreldra sína í huganum svo hann veit ekki lengur hvort það er hann sem talar eða foreldrar hans sem tala í gegnum hann (bls. 27). En í textan- um er það einnig hann sem talar í gegn- um foreldrana, hann gefur þeim mál, segir sögu þeirra. I reynd hefur því rödd hans alltaf yfirhöndina af því að það er hann sem skrifar. En það má segja að hann reyni að komast undan að hafa það vald með því að eigna foreldrum sínum hvernig hann er og hvernig skáldskapar- sýn hans mótaðist og þar af leiðandi hvernig hann skrifar um þau. Áhrifa- máttur foreldra hans á hugsanir hans er alltumvefjandi eins og hann sýnir fram á í fyrsta dulmagninu þar sem móðir hans hvíslar sig inn í heila hans með bæna- lestri: „Ég geri mér grein fyrir að mamma les ekki bænir í eyra mér, hún lessjálfasighægtogsígandi inn íhugann og hverfur djúpt í vitund mína. Þetta er það sem galdrakerlingar gera“ (bls. 229). Minningar hans og foreldra hans kallast stöðugt á, og stundum erfitt að vita hvar hans minning endar og þeirra tekur við. Raddir foreldra hans í textanum eru há- værar, þó þær komi í gegnum rödd höf- undarins og bókin minnir stundum á andaglasið sem var svo vinsælt í þorpinu hans. Verkfærakista, tölukrús og peninga- krukka eru allt hlutir sem lifa nær sjálf- stæðu lífi í þessu verki. Verkfærakistan er yfirráðasvæði föðurins þar sem hárbeitt og hættuleg verkfæri eru lokuð niður og litlum drengjum ekki hleypt í. Tölukrús móður hans er hins vegar allsnægtar- horn full af dularfullum fýrirbærum og peningakrukkan sem faðir hans skilur eftir þegar hann fer í sveitina á sumrin er tímamælir, svo þegar lækkar í henni þá er ýmist kviðið fýrir að deyja úr hungri eða hlakkað til að fá föðurinn heim. Hlutverk þessara íláta og kista í textan- um er margvíslegt, en eitt af því er að opna ævisögu einstaklingsins og gera hana að almennri sögu, því flestir feður eiga verkfærakistur og tölukrúsir mæðra eru sífelld uppspretta leikja og sagna. Umfjöllunin um þessa hluti er gott dæmi um hvernig hægt er með hugvits- semi að gera hversdagslega hluti að mik- ilvægum táknum fyrir eitthvað annað og meira. Verkfærakistan verður að tákni föðurins í textanum og tölukrúsin tákn móðurinnar og því lýsir Guðbergur yfir vonbrigðum sínum þegar hann upp- götvar að faðir hans hefur hent tölu- krúsinni eftir að móðir hans deyr og segir við föður sinn: „Ég ætlaði að varð- veita tölukrúsina og verkfærakistuna og hella tölunum yfir verkfærin og hræra í 134 TMM 1998:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.