Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 71

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 71
71 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 19 Sjá t.d. V. Röben: „Institutional Developments under Modern International Environmental Agreements” í Max Planck Yearbook of United Nations Law (ritstj. J. A. Frowein og R. Wolfrum). Kluwer Law International, Hollandi, bls. 363–443, á bls. 371–372. 20 Á ensku segir orðrétt í f-lið: to adopt other recommendations, or resolutions, to promote the functioning of this Convention. 21 Sjá nánar ályktun nr. VIII.20. 22 Ályktun nr. VIII.20. 23 Þýðing úr enskum texta er höfundar. 24 Því meira gildi sem svæðið og virkni þess hefur, því meiri þurfa samfélags-, efnahags- eða vistfræðilegir kostir fyrirhugaðra framkvæmda að vera. 25 Almennt séð þarf að lögfesta varúðarreglu svo að mögulegt sé að beita varúðarsjónarmiðum við ákvarðanatöku sem áhrif hefur á umhverfið. Þó er ekki útilokað hvað varðar friðlýst svæði að styðjast megi við sambæri- lega röksemdafærslu og gert var í dómi Hæstaréttar, Hrd. 1997, bls. 2488, laxagengd í efri hluta Laxár. Í málinu var m.a. deilt um það hvort landeig- endur ættu bótarétt vegna skerðingar á eignarréttindum jarðar. Þeir héldu því fram að ákvörðun þess efnis að leggjast gegn áformum um að gera laxi kleift að ganga í efri hluta Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu kæmi í veg fyrir að landeigendur fengju notið arðs og verðauka af jörð sinni. Ekki var fall- ist á þessi sjónarmið. Í niðurstöðu sinni lagði Hæstiréttur m.a. til grund- vallar sérstöðu svæðisins, sem er friðað með sérstökum lögum, og vísaði einnig til þess að hagsmunafélagi veiðiréttarhafa og landeigenda hefði einungis verið meinað að standa að aðgerðum sem tefldu lífríkinu við Laxá og Mývatn í tvísýnu að mati vísindamanna. Í dóminum er öðrum þræði byggt á varúðarsjónarmiðum og ljóst að mögulegt er að réttlæta tilteknar verndaraðgerðir, a.m.k. á friðlýstum svæðum, þótt ákveðin óvissa sé til staðar um afleiðingar. og síðan til efnis ákvörðunarinnar sjálfrar og ákvarða á þessum grund- velli skuldbindingargildið.19 Sumar þessara ákvarðana eru þess efnis að augljóst er að þær eru settar fram til að fylla einstök samningsákvæði og ákvarða nánar efni þeirra. Sum- ar þeirra eru þó þannig orðaðar að í þeim felast einungis valkvæð tilmæli. Ramsarsamningurinn Samkvæmt 6. gr. Ramsarsamnings- ins er þing samningsaðila bært til þess að taka tvenns konar ákvarðanir, annars vegar ákvarðanir samkvæmt d-lið 2. mgr. 6. gr. og hins vegar ákvarðanir samkvæmt f-lið sömu greinar. Þær fyrrnefndu nefnast á ensku recommendations, eða tilmæli, og getur þing samningsaðila beint þeim að einstökum aðilum samn- ingsins. Þær síðarnefndu nefnast einnig recommendations, þ.e. tilmæli, eða resolutions, ályktanir. Ákvarð- anir sem teknar eru samkvæmt f-lið 2. mgr. 6. gr. eru annars eðlis en þær sem teknar eru samkvæmt d-lið, því markmið þeirra fyrrnefndu er að stuðla að því að samningurinn sem slíkur virki eins og til er ætlast.20 Ályktun nr. VIII.20 fellur í þennan flokk í samræmi við f-lið, eins og efni hennar ber með sér. Er rétt að líta svo á að aðildarríkjum Ramsarsamnings- ins beri að haga ákvarðanatöku um breytingar á mörkum Ramsarsvæða í samræmi við efni hennar. Að öðr- um kosti staðnar samstarfið innan samningsins og verður að nátttrölli. Það sem dregur hins vegar úr gildi ályktunar nr. VIII.20 er að texti henn- ar endurspeglar ekki lagalega skyldu. Aðildarríkin eru hvött til að fylgja efni hennar ef breyta þarf eða fella niður mörk Ramsarsvæða. Einnig er tekið fram í upphafi fylgiskjals með ályktun nr. VIII.20 að mat á því hvað teljist brýnir þjóðhagsmunir sé alfarið ríkisins.21 Ef íslenskur réttur er sérstaklega hafður í huga er álykt- unin sýnd veiði en ekki gefin. Eftir því sem næst verður komist er efni hennar ekki hluti af íslenskum rétti. Hvað varðar Ramsarsamninginn almennt þá ber réttarframkvæmdin hér á landi að óverulegu leyti með sér að efni ályktana samningsaðila Ramsarsamningsins sé fylgt. Ályktun nr. VIII.20 og fylgiskjal Óhætt er að fullyrða að ályktun samningsaðila nr. VIII.20 frá árinu 2002 skipti sköpum hvað varðar beitingu og skýringu á 5. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 4. gr. samningsins. Í fylgiskjali með ályktuninni er getið 12 viðmiða sem viðkomandi ríki getur lagt til grundvallar við mat á brýnum þjóðhagsmunum.22 Viðmiðin eru eftirfarandi:23 Hagsmunir ríkis af því að við-1. halda eiginleikum votlendis. Hvort ákvörðun um að breyta 2. ekki mörkum votlendis ógni hags- munum ríkis. Hvort fyrirhugaðar breytingar 3. eru í samræmi við stefnumörkun ríkis. Hvort grípa þurfi tafarlaust til 4. aðgerða til að koma í veg fyrir umtalsverða ógn. Hvort hagsmunum ríkis er ógnað. 5. Að allir mögulegir valkostir, 6. þ.m.t. núllkostur og önnur staðsetn- ing, hafi verið skoðaðir. Núverandi virkni og samfélags-, 7. efnahags- og vistfræðilegt gildi svæðisins.24 Gildi svæðisins sem búsvæðis 8. fyrir tegundir sem eru sjaldgæfar, viðkvæmar eða í hættu. Hvort fyrirhugaðar framkvæmd-9. ir hafi í för með sér ávinning fyrir marga. Hvort fyrirhuguð framkvæmd 10. hafi í för með sér meiri ávinning þegar litið er til langs tíma. Valkosturinn sem dregur mest úr 11. tjóni á svæðinu. Áhrif yfir landamæri12. . Ekki er að öllu leyti ljóst hvern- ig beita á viðmiðum en þó sýnt að kerfisbundið heildstætt mat verður að fara fram. Öryggissjónarmið vega augljóslega þungt og einnig hrein umhverfis- og náttúruvernd- arsjónarmið, sem og sá kostur að aðhafast ekkert (núllkostur). Aðal- atriðið er að meta fyrirfram hvern þátt fyrir sig og síðan alla þættina saman og á grundvelli þess mats ber að taka ákvörðun um að breyta eða fella niður skilgreind mörk Ramsarsvæðis. Í 5. lið í fylgiskjali ályktunar nr. VIII.20 kemur fram að áður en ákvörðun er tekin skuli fara fram mat á umhverfisáhrifum breytingarinnar. Jafnframt segir í fylgiskjalinu, í 6. lið, að samnings- aðilar skuli beita varúðarreglu, þ.e. ef hætta er á alvarlegum eða óaft- urkræfum umhverfisáhrifum, og að þeir skuli ekki nota vísinda- lega óvissu sem röksemd til þess að fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum. Með öðrum orðum þá ber samningsaðilum að beita var- úðarreglu við ákvarðanatökuna.25 Loks segir í 7. lið að gera skuli skrifstofu Ramsarsamningsins við- vart ef grípa þarf til þess úrræðis að breyta eða fella niður skilgreind mörk Ramsarsvæðis. 79 1-4#loka.indd 71 4/14/10 8:50:31 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.