Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 84

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 84
Náttúrufræðingurinn 84 líklegt að hér endurspeglist jákvæð áhrif landbúnaðar á fuglalíf, en það er vel þekkt erlendis að landbún- aður sem iðkaður er af lítilli ákefð (e. non-intensive) hefur jákvæð áhrif á vaðfugla. Þau verka einkum í gegnum aukið fæðuframboð sem fylgir áburðargjöf og með hækk- un sýrustigs, en súrari jarðvegur hefur neikvæð áhrif á fæðufram- boð.32 Þegar ákveðnu stigi er náð í ákefð landnotkunar verða sam- söfnuð áhrif neikvæð þegar eyðing búsvæða þrengir meira að dýra- lífi en sem nemur þeim jákvæðu áhrifum sem nefnd voru að ofan. Þessi vendipunktur er væntanlega nokkuð langt undan á Íslandi, en flestir nágrannar okkar í V-Evrópu og N-Ameríku glíma við veruleg vandamál vegna þess að of mik- ið hefur verið gengið á auðlindir á landi, þjónusta vistkerfa brotn- ar niður og líffræðileg fjölbreytni tapast.32,56,57,58,59 Íslenskir vaðfugla- stofnar eru flestir enn mjög sterkir og helst það í hendur við framboð hentugra búsvæða. Hins vegar eru blikur á lofti ef ágangur eykst með sama hraða og gerst hefur síðasta áratug. Einkum eru það ríkisrek- in skógræktarverkefni, frístunda- byggðir og breytt búsetumynstur í sveitum landsins sem eru að brjóta upp það landslag sem ríkt hefur á Íslandi síðustu aldir.10,60 Umhugs- unarefni er hvaða fórnir felast í því að bylta íslensku búsetulandslagi, sem er einstakt í Evrópu. Líta má á landið sem bútasaum af mismunandi búsvæðablettum. Þeir eru þó í samhengi, og margar lífverur reiða sig á fleiri en eina gerð bletta. Skoða þarf hvernig mismun- andi samsetning bletta hefur áhrif á lífslíkur og varpárangur og á hvaða mælikvarða mynstrin verka. Þarf búsvæði B að vera við hliðina á A eða má það vera 5 km eða 20 km í burtu án þess að það komi niður á lífslíkum eða varpárangri? Þetta verður að skoða með því að fylgja einstaklingum á ferðum innan varp- tíma og tengja ferðir þeirra við áðurnefnda þætti. Nauðsynlegt er að skoða ólíkar tegundir, t.d. þær sem sækja mikið í votlendi (t.d. hrossagauk (Gallinago gallinago) eða jaðrakan) og þær sem sækja meira í þurrlendi (t.d. spóa eða heiðlóu).7,30 Þótt munur sé á landnotkunar- mynstri tegunda er líklegt að mun- ur á lífssögu (e. life-history) útskýri mikið af breytileikanum og þá ætti að rannsaka fáar vel valdar tegundir af kostgæfni frekar en að rannsaka fleiri tegundir verr.61 Nauðsynlegt er að kortleggja líf- fræðilega fjölbreytni á Íslandi sem allra fyrst og bera saman við skil- yrði fyrir mismunandi landnotkun, t.d. matvælaframleiðslu og byggða- þróun. Til dæmis er óæskilegt að byggja þar sem jarðvegsauðlindir og líffræðileg fjölbreytni eru hvað mest, því hús geta allt eins staðið á ófrjó- sömu landi. Svo hraðar breytingar á íslensku landslagi standa nú yfir að erfitt er að réttlæta nákvæmar, sein- legar og dýrar aðferðir við flokkun á landi. Þörf er á grófflokkun – strax. Sú flokkun ætti fremur að byggjast á tengslum líffræðilegrar fjölbreytni við eðlisþætti á stórum mælikvörð- um (sbr. 6. mynd) en á ítarlegri flokkun búsvæða út frá gróðurfari sem oft er óstöðugt, jafnvel á stutt- um tímamælikvörðum. Enn fremur eru tengsl bletta, oft fjarlægra (t.d. í gegnum viðloðun vatns og ferðir fugla), svo sterk að óraunhæft getur verið að flokka út frá staðbundnum einingum án þess að tengsl mósaík- urinnar séu könnuð. Með öðrum orðum þá er lýsandi flokkun á landi út frá útliti (t.d. gróðri) að jafn- aði ekki líkleg til að leiða til þess skilnings á ferlum sem þarf fyrir sveigjanlegar spár um samspil land- notkunar og náttúrufars. Fuglar eru líklega auðtaldasti hópur lífvera í íslenskri náttúru og á landi eru vað- fuglar þeirra algengastir. Eins og sýnt var að framan fylgja vaðfuglar næringarstöðu á stórum og litlum mælikvörðum og eru að auki ávitar á annað líf niður á mjög staðbundna mælikvarða. Rannsóknir á samspili vaðfugla við umhverfi sitt gætu því verið sérlega notadrjúgar við að kortleggja breytileika í frjósemi lands og líffræðilega fjölbreytni og við að meta áhrif landnotkunar á landvistkerfi Íslands. Summary Shorebirds and wetlands The abundance and density of shore- birds in Iceland is great. Mild oceanic climate, fertile volcanic soils and vast expanses of suitable habitat, sculpted by human settlement, support shorebird populations of global importance. This paper reviews the current information about habitat use of shorebirds in Iceland, with particular reference to wetlands. The use of wetlands by breeding shore- birds is temporally variable and wetland use is most active during the pre- and post-breeding periods. During the incu- bation and chick rearing periods one or both parents are tied to the territory or brood and often use wetlands less. Spatially, the density of shorebirds in wetlands varies markedly. On a country- wide scale, densities are highest in south and north Iceland but much lower in the east and west. This is probably a reflec- tion of geological substrates and hydrol- ogy. Soils in the east and west are less influenced by recent volcanic activity and the fertilizing effects of large glacial rivers are less pronounced. On a smaller scale, most shorebirds show a strong as- sociation with wet features in the land- scape and black-tailed godwits Limosa limosa islandica show a very strong cor- relation between large-scale breeding success and the availability of shallow pools. Studies of black-tailed godwits on a small scale show that nests are placed in a uniform area of the marsh but are well concealed. Chicks seek out drier tracts of mesic grassland, which tends to have higher vegetation, more hummocks and on average a much higher food abundance than the surrounding marsh. Shorebirds are the most prominent group of birds in the Icelandic terrestrial ecosystem, both in terms of distribution and abundance. They are relatively easi- ly counted and this summary shows that distribution patterns follow nutrition levels from country-wide scales down to scales of a few square meters. An under- standing of how the mosaic of habitat patches is reflected in shorebird fitness is likely to be very valuable in assessing biodiversity patterns and for validating the effects of different land-use scenarios in lowland Iceland. 79 1-4#loka.indd 84 4/14/10 8:50:50 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.