Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2000, Blaðsíða 269

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2000, Blaðsíða 269
Bókadómar 6) hvers vegna Guð hafi hvílst á hinum sjö- unda degi. Ekki er komið að tómum kofan- um hjá honum þar heldur: „Guð sagði að hann hefði gert nóg, án þess að hafa lokið því. Hann skildi dálítið eftir fyrir okkur að gera.“ Síðan hefur Peres það eftir fræðimanni einum að það sé verkaskipting milli Guðs og manns: „Guð er ábyrgur fyrir upphafinu og endinum og við erum ábyrg fyrir því sem er þar á milli. Svo Guð gaf okkur upphaf og hann gaf okkur endi og endirinn er í höndum hans. Og á meðan sagði hann okkur að vinna hörðum höndum og hann gaf okkur hvíldar- dag svo við gætum hvílst og beðið til Drott- ins. Hvíldardagarnir eru ekki bara dagar hvfldar heldur einnig einnig bænadagar." Um hebreska tungu segir Peres að hún sé tungumál hins liðna og þess komandi en skipti sér lítið af því sem er þar á milli (s. 200). Annars staðar segir hann að Gyðingar séu stöðugt áframhaldandi Genesis. Genesis hafi verið upphaf en ekki endir og hið sama einkenni Gyðingaþjóðina (s. 199). Af því að kabbalafræðin, þ.e. hebresk dul- hyggja, eru mjög í tísku víða um heim nú um stundir er fróðlegt að nefna að á einum stað í bókinni (s. 179) er Peres spurður hvort hann kannist við sögu úr kabbala-texta frá 13. öld sem segir að það vanti einn bókstaf í hebreska stafrófið. Allt sem miður fari í heiminum er þar talið, á einhvern dularfull- an hátt, tengjast þessum týnda bókstaf. Nafn og framburður þessa bókstafs muni, eins og Messías, koma í framtíðinni og þá muni kom- ast lag á það sem aflaga hefur farið í heim- inum. Svo Peres er spurður hvort hann hafi nokkru sinni heyrt eins og veikan óm hebr- esks samhljóða sem hann þekki ekki? „Nei, ég trúi ekki á allar þessar sögur,“ svarar Peres og bætir við: „Það besta við Messías er að hann kom ekki. Kæmi hann þá yrði hann gagnrýndur svo mjög að hann kynni að leggja á flótta. Messías er, eins og einhver orðaði það, mesti diplómat sem Gyð- ingaþjóðin hefur átt af þeirri einföldu ástæðu að hann kom ekki. Og þessi týndi bókstafur er enn ein sagan - hún er vitleysa.“ Þannig að Peres virðist, eftir þessu að dæma, ekki mikill kabbalisti. I framhaldi af þessu er Peres spurður af því hvort hann hafi einhvern tíma tekið þátt í þeirri siðvenju Gyðinga að skrifa niður bæn og koma henni fyrir í rifu í grátmúmum. Hann játar því og aðspurður um hvað hann hafi skrifað kveðst hann hafa orðað bæn sín svona: „Breiddu tjaldbúð friðarins yfir höf- uð okkar,“ en það er þekkt gyðingleg bæn. í öðru tilfelli kvaðst hann hafa gert orð 5M 16:20 að sínum, en þar stendur: „Réttlætinu einu skalt þú fram fylgja." Hér hafa aðeins verið tekin nokkur dæmi um hvernig biblíutilvitnanir og -stef koma við sögu í samtalsbók eins kunnasta stjórn- málamanns Israels. Bók þessi veitir nokkra innsýn í þá sterku stöðu sem hinar hebresku ritningar hafa í stjómmálum ísraels og hvem- ig þær hafa komið við sögu í baráttunni fyr- ir endurreisn Israelsríkis. Margt fleira for- vitnilegt gerir Peres að umtalsefni, svo sem antísemítismann (þ.e gyðingahatur), sem ekki er rúm til að fjalla um hér. I þessari mjög svo fróðlegu bók höfum við dæmi um á/tn/biblíutextanna í lífi valdamik- ils stjórnmálamanns og hvernig þeir kvikna stöðugt til lífs í sögu þjóðar hans. Við sjáum hvernig hann notar textana og hvernig hann í sumum tilfellum túlkar þá á svo frumlegan hátt að ritskýrendur gerðu rétt í að taka þær túlkanir til gaumgæfilegrar athugunar. Bók sem þessi er tvímælaust dæmi um rit sem biblíufræðingar ættu að kynna sér þó svo að ekki geri hún tilkall til þess að vera guðfræði- rit. Hún hefur a.m.k. mikið gildi fyrir þá sem leggja stund á áhrifasögu Gamla testament- isins. Gunnlaiigur A. Jónsson 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.