Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 27

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 27
menntaskóla og guðfræðideild, sem og frændur og frænkur, fögnuðu honum enda hafði hans verið sárlega saknað. Og allt varð sem fyrrum. Löng samtöl um lífið og tilveruna, guðfræðina og heimspekina; um menn og málefni; og þjóðmálin en á þeim hafði hann ákveðnar skoðanir og var óragur við að setja þær fram. Margar voru veislurnar sem hann hélt og var höfðingi hinn mesti heim að sækja eins og hann átti kyn til. Sjálfur var hann manna glaðlyndastur og naut sín til fulls í hlutverki gestgjafans. Nokkru eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum festi hann kaup á húsi í Kópavoginum og bjó Ásgeir faðir hans með honum þar uns hann lést árið 2006. Blessuð veri minning hans. Oll höfum við komið á heimili Jóns. Hann skipulagði heimilið af mikilli natni og smekkvísi enda mikill fagurkeri. Hverjum hlut var þar valinn staður svo vel sæmdi. Þetta var ríki Jóns og hvergi annars staðar leið honum betur. Sambúð þeirra feðga, Jóns og Ásgeirs, gekk vel enda þótt þeir væru ólíkir um margt og faðir hans var þakklátur fyrir að geta í elli sinni búið hjá syni sínum. Jón kunni vel við háskólakennsluna og undirbjó sig samviskusamlega fyrir hana. Stúdentarnir komu ekki að tómum kofanum hjá honum. Þeim þótti hann fjörugur enda varpaði hann iðulega fram óhefðbundnum skoð- unum í fræðunum og nýjum - og hristi rækilega upp í nemendum sínum. Hann var þeim mjög hjálplegur í náminu en sló ekki vitund af kröfum sínum. Hann vissi að það myndi koma þeim vel síðar meir þó kveinað væri um stund. Metnaður hans fyrir hönd guðfræðideildarinnar var mikill. Hann vildi leggja sitt af mörkum til þess að guðfræðimenntun á Islandi væri eins og hún gerðist best í heiminum. Sjálfur átti hann sér fræðaathvarf í klaustri einu í Róm og dvaldist þar gjarnan í rannsóknarleyfum sínum. Margur minnist nú ógleymanlegrar leiðsagnar hans um borgina eilífu við Tíber en hún átti ætíð hug hans og hjarta. Nýr hamingjukafli í lífi Jóns hófst þegar kínverski læknirinn Gang Chen fluttist til íslands árið 2003 og þremur árum síðar sonur hans, Jón Qiao Sen Chen, þá tæplega átta ára gamall. Heimilislífið á Kársnesbrautinni breyttist vitaskuld þegar þangað var komið barn. Jón lét sér afar annt um drenginn og var metnaðarfullur fyrir hans hönd; vakinn og sofinn yfir skólanámi hans sem og tónlistaræfingum. Hann tók uppeldishlutverk sitt alvarlega og sinnti því af kostgæfni sem drengurinn fær seint fullþakkað. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.