Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 40

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 40
Sigurbjörns á Opinberunarbókinni má líta á þessa umfjöllun sem framlag til fræðilegrar umræðu um túlkunarsögu10 Nýja testamentisins á Islandi sem veitir jafnframt eilitla innsýn í kristnisögu 20. aldar. I. Upprunasamhengi Opinberunarbókar Jóhannesar Ritskýring Sigurbjörns hefst á inngangi þar sem höfundur reifar niðurstöður fræðimanna um ritunarstað, ritunartíma, höfund og aðdraganda ritunar Opinberunarbókarinnar.* 11 Þar eð Sigurbjörn ritar inngang sinn á sjötta áratug síðustu aldar er nær óþarfi að taka fram að mikið vatn hefur runnið til sjávar í fræðilegri umræðu um ritið frá þeim tíma. Það ber þó ekki að skilja sem svo að ekkert af því sem stendur í inngangi Sigurbjörns hafi staðist tímans tönn, en engu að síður er ástæða til að reifa helstu niðurstöður fræðimanna nútímans um upprunasamhengi Opinberunarbókarinnar. Víðtæk sátt ríkir meðal fræðimanna um höfund, ritunarstað og -tíma Opinberunarbókarinnar, og sérstaklega hið tvennt fyrrnefnda. Núorðið hafa nær allir fræðimenn snúið baki við þeirri áður algengu skoðun að tengsl væru á milli Opinberunarbókar Jóhannesar og hinnar svokölluðu Jóhannesarhefðar sem Jóhannesarguðspjall og a.m.k. eitt Jóhannesarbréfa eiga uppruna sinn í. Margir héldu því fram að höfundur guðspjallsins og höfundur Opinberunarbókarinnar væru einn og sami maðurinn.12 Samanburður á ritunum tveimur, orðaforða þeirra, stíl, guðfræði o.s.frv. útilokar þá skoðun.13 Núorðið er gengið út frá því sem vísu að hér sé um 10 Að baki hugtakinu túlkunarsaga liggur þýska hugtakið Auslegungsgeschichte sem vísar einvörðungu til ritaðra útlegginga, t.a.m. predikana og fræðilegra ritskýringarrita á meðan Wirkungsgeschichte hefur mun víðari merkingu. Ulrich Luz, Matthew 1-7 (Hermeneia; þýð. James E. Crouch; Minneapolis: Fortress, 2007), 61-62. 11 Sigurbjörn Einarsson, Opinberun Jóhannesar, 5-32. 12 Sigurbjörn þar á meðal. Sjá sama rit, 15-18. Athyglisvert er að sjá að í annars mjög jákvæðum ritdómi Péturs Sigurðssonar um bók Sigurbjörns má sjá efasemdir um þessa skoðun en þar segir: „Þá verð ég einnig að játa, að eftir því sem árin hafa liðið, hef ég hallast meira að þeirri skoðun að ekki hafi postulinn Jóhannes skrifað Opinberunarbók þá, sem kennd er við hann. Ég hugsa mér höfund bókarinnar miklu meira skáld en postulann. Bókin líkist öll meira „drama“ en verki guðspjallamanns.“ Pétur Sigurðsson, „„Opinberun Jóhannesar“. Merk bók eftir próf. Sigurbjörn Einarsson." Visir 5. nóv. 1958, 9-10. 13 Opinberunarbókin hefur sennilega fengið sæti innan kanónsins einmitt vegna þess að þeir sem fyrst hlutuðust til um þau málefni töldu að uppruni hennar væri postullegur, þ.e. að hún hefði verið skrifuð af Jóhannesi Sebedeussyni, lærisveini Jesú og höfundi fjórða guðspjallsins. Bart D. Ehrman, The New Testament: A Historical Introduction to the Early Christian Writings (5. útg.; Oxford: Oxford University Press, 2012 [2000]), 496. Strax um miðja þriðju öld tóku að heyrast efasemdaraddir um þá skoðun, sbr. bréf Díónýsíusar, biskups í Alexandríu á árunum 248-265, sem lesa má í kirkjusögu Evsebíusar (263-339), kafla 7.25. Þar ber biskupinn ritin 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.