Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 41

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 41
annan höfund að ræða og sömuleiðis að höfundurinn sé ókunnur, enda þótt hann kynni sig með nafini. Vera kann að hann hafi heitið Jóhannes og hann er stundum greindur frá Jóhannesi guðspjallamanni sem Jóhannes sjáandi eða Jóhannes spámaður; þegar öllu er á botninn hvolft er þó ekkert hægt að fullyrða um nafn höfundarins. Þrátt fyrir það gefur texti ritsins ákveðnar hugmyndir um höfundinn sem sennilega hefur verið palestínskur gyðingur sem tekið hafði trú á Jesú frá Nasaret. Hann virðist gjörþekkja hebresku ritningarnar, vera kunnugur í Jerúsalem, þekkja til helgisiða musterisins og jafnvel innviða þess áður en það var lagt í rúst árið 70 e.Kr. Þess vegna hafa verið leiddar að því líkur að hann hafi flúið til Asíu frá Palestínu í uppreisninni og borgarastyrjöldinni sem geisaði í Palestínu á árunum 68-73 e.Kr.14 I fáum ritum Nýja testamentisins er kveðið jafn skýrt á um ritunarstað og í Opinberunarbókinni. Þar segir höfundur (1.9): „Eg, Jóhannes, bróðir yðar, sem í Jesú á hlutdeild með yður í þrengingunni, ríkinu og þolgæðinu, var á eynni Patmos sakir guðs orðs og vitnisburðarins um Jesú.“ Margir fræðimenn hafa talið þessa fullyrðingu nægja til þess að fastsetja tilurð textans á eynni Patmos15 en við bætist að höfundur virðist þekkja vel til meðal kristinna safnaða í rómverska skattlandinu Asíu (sbr. bréfin til safnaðanna sjö í Opb 2.1-3.13) sem í grófum dráttum spannar vesturhluta Tyrklands í dag. Pólitískt tilheyrði Patmos Asíu þannig að eyjan hlýtur að teljast vænleg tillaga fyrir ritunarstað Opinberunarbókarinnar. Tímasetning ritsins hefur verið eilítið umdeildari, en frá upphafi hafa fræðimenn gengið út frá tveimur möguleikum, annars vegar undir lok eða mjög skömmu eftir valdatíma rómverska keisarans Nerós, þ.e. um 68 e.Kr., hins vegar seint á valdaferli Dómitíanusar, keisara í Róm á árunum 81-96 e.Kr.16 Síðari tillagan hefur lengi notið meiri stuðnings, þ.m.t. Sigurbjörns, enda þótt textinn sjálfur gefi ekki endilega ástæðu til skýrrar niðurstöðu. Á þeim grundvelli hafa nokkrir fræðimenn fært rök fyrir því að bókin hafi saman og kemst að því að höfundur Opinberunarbókarinnar hljóti að vera einhver annar en guðspjallamaðurinn Jóhannes. Sjá Eusebius: The Church History (þýð. Paul L. Maier; Grand Rapids: Kregel, 2007), 243-245. 14 David E. Aune, Revelation 1-5 (WBC 52; Dallas: Word Books, 1997), xlvii-lvi. 15 Patmos er lítil eyja (12 km þar sem hún er lengst, 7 km þar sem hún er breiðust) suðvestur af vesturströnd Tyrklands. 16 Sá fýrsti sem stakk upp á þessari tímasetningu var írenaeus frá Lýon (130-200). Sjá Adversus Haereses 3.18.3. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.