Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 62

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 62
Viðfangsefnið í þessari grein verður fengist við ýmsa þætti þeirrar þróunar sem hér hefur verið leitast við að bregða upp svipmynd af, þ.e. flutningi trúarbragða og trúarstofnana úr miðpunkti samfélagsins að jaðri þess. Leitað verður skýringa á þessari þróun en jafnframt spurt hvort líklegt sé að trúarbrögð og trúarstofnanir haldist áfram a.m.k. á útjaðri hins opinbera rýmis í samfélögum Vesturlanda eða hvort óhjákvæmilegt sé að þau hverfi alfarið inn í einkarýmið. Spurt verður hvort þessi fýrirbæri eigi hugsanlega í einhverri mynd afturkvæmt að samfélagsmiðjunni, sem og hvernig það geti þá gerst og hvort það sé yfirhöfuð æskilegt. Það kann að þykja dirfska af kirkjusagnfræðingi að taka sér fyrir hendur að rýna í síbreytilega kviku samtímans, ef ekki beinlínis að lesa í ókomna tíð eins og viðfangsefni greinarinnar felur vissulega í sér. Málsbætur mínar eru einfaldar: Ég lít svo á að hlutverk sagnfræði almennt og þar með kirkjusögu sé fyrst og fremst að greina fyrirbæri - atburði, aðstæður, þróun, tilhneigingar eða það sem oft er nefnt strúktúrar- í víddunum tíma og rúmi eða stað og stundu. Við frekari greiningu má síðan bæta nokkrum fleiri víddum við eftir efnum og ástæðum, þar á meðal kyni og félagsstöðu, sem skipta oft verulegu máli í sögulegum rannsóknum. Sagnfræði nýtist því að mínu mati við greiningu á aðstæðum og þróun, hver svo sem „sögutíminn“ er: fjarlæg fortíð, nálæg fortíð, nútíð eða jafnvel framtíð.2 Að þessu sögðu skal viðurkennt að mikill munur er á hefð- bundinni sagnfræði sem snýst um fortíðina — nálæga eða löngu liðna - nútímasögu eða framtíðar-sagnfreeði. En það hugtak er líklega notað hér í fýrsta sinn! Með því er átt við umhugsun um framtíðina út frá hugmyndinni um sögulegt samhengi orsakar og afleiðingar og þeirri afstæðishyggju eða relatívisma sem einkennir sagnfræðina. Sagnfræðingar leika á heimavelli í hefðbundinni sagnfræði, oft á vallarhelmingi félagsfræða í nútímasögu, en ætíð á útivelli í framtíðar-sagnfrœði, svo gripið sé til líkingamáls. Umboð og kennivald sagnfræðingsins minnkar enda í þeim mæli sem hann eða hún hættir að líta um öxl og beinir athygli fram á við. í versta falli verður niðurstaðan ámóta þungvæg og spilaspá eða lófalestur. Þrátt fýrir það þarf greining sagnfræðingsins ekki að missa marks. Hann eða hún kann að reka augun í fýrirbæri sem öðrum yfirsést eða sjá a.m.k. þau öðrum augum. 2 Sjá Odén, 2000. 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.