Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 132
guðfræði með börnum á þann hátt sem hér hefur verið lýst, er þeim fengið
tungumál til að tala um reynslu sína sem síðan stuðlar að því að börnin
finni þessari reynslu stað og gefi henni gildi í eigin lífi. Þá reynslu sem við
getum ekki komið orðum að er erfitt að varðveita. Um leið og þetta er sagt
þarf hinn fullorðni að vera meðvitaður um hvaða orð og hugtök hann notar
og gæta þess að þau verði merkingarbær í huga barnsins miðað við þroska
þess, reynslu og þekkingu. Þegar guðfræði er stunduð með börnum, er það
hlutverk hins fullorðna að koma auga á guðfræðina í samræðunum, leiða,
fremur en stýra og reyna að forðast að svör barnsins ráðist af því sem það
heldur að geðjist hinum fullorðna.
Ekkert uppeldi og engin fræðsla fer fram í tómarúmi. Prófessor W.E.
Hocking staðhæfir að barnið eigi rétt á því að vera leitt til fundar við þá
trú sem samfélagið sem það tilheyrir telur besta. Hann segir:
Barnið hefur réttindi sem uppeldisfræðin verður að virða. Fremst þessara
réttinda er ekki frelsi þess til að velja sér sjálft trú eða lífssviðhorf. Það jafn-
gilti því að hafa frelsi til búa til múrsteina án hráefnis. Fyrsti réttur barnsins
er að því sé fengið eitthvað jákvætt, það besta sem samfélagið fram að þessu
hefur fundið.32
I himnaríki er enginn í fylu
Hér á eftir fer athyglisvert dæmi um guðfræði með börnum.33
Max er 9 ára og er að byrja í fjórða bekk. Hann les mikið, en mundi
ekki að eigin frumkvæði lesa texta úr Biblíunni. Hann þekkir nokkrar
biblíusögur, sem foreldrar hans hafa sagt honum og sögur sem hann hefur
lært í skólanum. Hann féllst strax á að taka þátt í því að vera ritskýrandi/
biblíutúlkandi í einn dag. Stefan Alkier er 41 árs, prófessor í nýjatestamentis-
fræðum. Viðfangsefni þeirra félaga er dæmisaga Jesú um verkamennina í
víngarðinum (Mt 20.1-16). Þeir lesa söguna tvisvar yfir saman, og síðan
skrifar Max það sem hann man:
32 Hér haft eftir 0ystese, Ole. 1989. Hvem har retten til á oppdra barna? Studiehefte. Oslo. Kristent
pedagogisk forbund.
33 Greinin um samræður þeirra Max og prófessorsins birtist undir nafni þeirra beggja (Felix Max
Karweick og Stefan Alkier) í Jahrbuch fiir Kindertheologie Bd 2, 2003 og fékk heftið nafn sitt
af þessari vinnu þeirra féiaga: „Im Himmelreich ist keiner sauer." Kinder als Exegeten. Stuttgart.
Calwer Verlag. Hér eru samræður þeirra þýddar af greinarhöfundi úr dönsku en grein þeirra
birtist í: „Hej, far, ta’ og helbred manden" Born som bibelfortolkere, ritstj. Gertrud Yde Iversen.
2007. Kbh. Aros underviser.
130