Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Page 109
lognaðist út af árið 1912 þegar helsti miðill félagsins, Indriði Indriðason,
lést. En þá varð til óformlegur söfnuður spíritista sem skipulagði sérstakar
guðsþjónustur Haralds Níelssonar í Fríkirkjunni og héldust þær guðs-
þjónustur reglulega allt þar til Haraldur lést árið 1928.15 Arið 1918 var
Sálarrannsóknarfélag íslands (SRFÍ) stofnað og segja má að það hafi náð
miklum vinsældum og áhrifum meðal millistéttarfólks og betri borgara í
Reykjavík. Áhrif þess voru ómæld um landið allt, ekki síst vegna tímaritsins
sem félagið gaf út í marga áratugi og hét Morgunn.
Nafn Helga Pjeturss finnst ekki á skrá yfxr 443 félaga SRFÍ árið 1919.16
Engu að síður gegna spíritismi og sálarrannsóknir lykilhlutverki í mótun
kenninga Helga og áhrif þeirra á íslandi og viðtökur þeirra verða ekki
skilin nema menn geri sér grein fyrir þessum stefnum og straumum. Þær
mynda bæði baksvið og samhengi. Ef hægt er að tala um eiginlegar rann-
sóknir Helga Pjeturss þá voru það sálarrannsóknir og mjög í anda þess sem
spíritistar stunduðu á miðilsfundum og skírskotuðu til sem vísindalegra
sannana á kenningum sínum um hugsanaflutning og anda framliðinna
manna. Helgi stundaði miðilsfundi og fylgdist vel með öllum skrifum um
sálarrannsóknir en hann dró aðrar ályktanir af þeim en leiðandi menn innan
hreyfmgar íslenskra spíritista. Þeim síðarnefndu var mikið í mun að afla
þekkingar sem rennt gæti stoðum undir kristna trú sem þeir töldu í hættu
á tímum vísindahyggju og afhelgunar í lok 19. aldar.17 Helgi efaðist ekki
um að miðlafyrirbærin væru ekta en taldi að þau stöfuðu ekki frá látnu fólki
heldur vitsmunaverum á öðrum hnöttum sem gætu sent hugsanir sínar og
skilaboð með lífgeislum óháð tíma og rúmi inn í vitund miðilsins sem oftast
var í leiðslu. Drauma skýrði Helgi á svipaðan hátt. Þar var um að ræða vits-
munalíf, minningar og reynslu fólks á öðrum hnöttum sem hafði aðgang
að jarðarbúum í svefni. Spíritistar tala oft um astralsvið í handanheimum
þar sem sálir framliðinna hafist við og fari þessi svið eftir því hversu full-
komnar og göfugar þessar sálir eru.18 Stundum er talað um þroska í þessu
sambandi og jafnvel tíðni orkugeisla og bylgna. Þær sálir sem eru komnar
lengst á þroskabrautinni eru taldar búa yfir fínni tíðni en hinar sem eru
vanþroskaðri og bundnar við jörðina og mannlífið þar. I stað þess að tala
15 Pétur Pétursson, Trúmaiur d tímamótum. bls. 15.
16 Morgunn 1920.
17 Pétur Pétursson, TrúmaSur á timamótum, bls. 185.
18 Sjá t.d. Helgi Pjeturss, Nýall, bls. 21.
107