Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 51
átaka. Árið 1937, þá 26 ára gamall, skrifaði hann greinina „Kristindómurinn og þriðja ríkið“ um hina stríðandi kirkju og bendir m.a. á tengsl milli baráttu kirkjunnar í Þýskalandi og frumkirkjunnar gegn rómverskum yfir- völdum.52 Þrem árum síðar kom út fyrsta bók hans, Kirkja Krists í ríki Hitlers, þar sem hann bendir einnig á þessi tengsl.53 Þar gerir hann ítarlega grein fyrir málflutningi helstu talsmanna nasistaflokksins og þeirri baráttu sem kristnir menn í Þýskalandi höfðu þurft að heyja gegn þeirri stefnu sem stríddi gegn grundvallarhugsun kristindómsins. Árið 1945 gaf hann auk þess út, í eigin þýðingu, predikanir Martins Niemöller (1892-1984), eins kunnasta gagnrýnanda þjóðernisjafnaðarstefnunnar á fjórða áratug síðustu aldar en hann var hnepptur í varðhald þar sem hann var allt stríðið, sem og predikanir danska andspyrnumannsins Kajs Munk.54 Þegar Opinberun Jóhannesar kom út var auðvitað nokkuð liðið frá stríðs- lokum en augljóst er að vígbúnaðarkapphlaup og spenna milli stórvelda hefur viðhaldið minningunni um hörmungarnar og jafnframt kynt undir ótta við að önnur styrjöld myndi brjótast út.55 Hér á landi skiptist fólk í fylkingar eftir því hvort það horfði til vesturs eða austurs í leit að hugmynda- fræði sem leysa skyldi allan vanda.56 Auk ógnar kalda stríðsins hafa fréttir af staðbundnari og áþreifanlegri átökum sömuleiðis leitað á huga margra. Á þeim tíma sem Sigurbjörn var að vinna að ritun Opinberunarbókarinnar 52 Sigurbjörn Einarsson, „Krisdndómurinn og þriðja ríkið“, Nýtt land 2 (1937): 131-141. 53 „Hið forna, rómverska keisaradæmi gerði líka ákveðnar kröfur, sem kristindómurinn gat aldrei beygt sig fyrir. Það krafðist þess, að keisarinn væri dýrkaður sem guðdómur, því að hann væri persónugjörvingur hins eilífa rómverska veldis. [...] Kristindómurinn er nú aftur kominn í sömu aðstöðu hér í álfu.“ Sigurbjörn Einarsson, Kirkja Krists í ríki Hitlers (Reykjavík: Víkingsútgáfan, 1940), 8. 54 Martin Niemöller, Fylg þú mér: síSustu prédikanir Martins Niemöllers, prests í Berlín, áSur en hann var hnepptur i varShald af nazistum 1. júlí 1937 (þýð. Sigurbjörn Einarsson; Reykjavík: Lilja, 1945). Kaj Munk, MeS orSsins brandi (þýð. Sigurbjörn Einarsson; Reykjavík: Lilja, 1945). 55 Nálægð heimsstyrjaldarinnar síðari og aðsteðjandi vá þessara ára kemur skýrt fram í eftirfarandi orðum Sigurbjörns: „Það er vandalaust nú að gera sér í hugarlund, hvernig mikil og glæsileg borg má verða lögð í auðn á einum degi, já, á vetfangi. fkveikjusprengjurnar, sem rigndi ómælt yfir borgir Evrópu í síðustu styrjöld, svo að heil hverfi stóðu í björtu báli á svipstundu, voru að eins forboðar ennþá miklu magnaðri eldvopna. Hiroshima og Nagasaki hurfu að mestu af yfirborði jarðar í einum, snöggum blossa, frá litlum hlut, sem var látinn detta yfir þær úr lofdnu. Sá hlutur var þó glingur eitt á móti þeim, sem nú eru gerðir og prófaðir í öllum áttum.“ Sigurbjörn Einarsson, Opinberun Jóhannesar, 188-189. 56 Sjálfur tók Sigurbjöm þátt í stjórnmálum á síðari hluta fimmta áratugarins. Hann var í 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í alþingskosningunum 1946 og tók virkan þátt í umræðunni um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Um framvindu stjórnmálaþátttöku Sigurbjörns, sjá Sigurður A. Magnússon, Sigurbjörn biskup. Ævi ogstarf(Reykjavík: Setberg, 1988), 229-252. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.