Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 114

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 114
táknmáli.33 í táknmáli, kenningum og siðfræði frímúrara, þar sem saman fer skynsemishyggja, mannúð og trú á forsjón Guðs, má finna sambærilega hugsun og birtist í heimsfræði og lífsspeki Helga Pjeturss. Helgi var aldrei félagi í frímúrarareglunni enda hefði það ekki hentað honum að beygja sig undir kenningakerfi hennar og helgisiði. En ýmsir vinir hans og aðdáendur voru í reglunni og lögðu ábyggilega sitt að mörkum til þess að hann gat reitt sig á styrki frá Alþingi eftir að hann sneri sér alfarið að dulrænum viðfangsefnum. Æðsti kennimaður frímúrarareglunnar á íslandi, Sigurgeir Sigurðsson biskup íslands, minnist Helga Pjeturss í Kirkjublaðinu í tilefni af útför hans í febrúar árið 1949. Þar kemur fram að hin frjálslynda, þjóðlega og umburðarlynda kirkjustefna sem biskupinn var talsmaður fyrir úthýsti ekki spámanni eins og Helga Pjeturss og sá í kenningum hans ýmislegt sem hún gat tekið undir. Með frjálslyndu guðfræðinni, sem var ríkjandi stefna í íslensku þjóðkirkjunni þegar á öðrum áratug 20. aldar, lagaði kirkjan sig að þörfum hinnar rísandi borgarastéttar.34 Biskupinn skrifar: En Helgi Pjeturss mun lifa þótt hann deyi. Ævistarf hans lifir. Minning hans lifir. Hann var ástvinum sínum heill og sannur vinur. íslandi var hann góður sonur. ... Hann var afburðasnjall rithöfundur og hann var hinn mikli brautryðjandi íslands á sviði jarðfræðirannsókna. Auk fræðigreina sinna ræddi hann rök lífsins í bókum sínum. Hann elskaði sannleikann. Hann þráði að leita hans og þjóna honum. Þegar sólaröld hans rynni upp, þá mundi mannkynið hverfa frá helstefnu inn á hamingjubraut lífsins. „Bölöld jarðar mun þá lokið verða, en örugglega komast á þá framleið, sem er til ávalt vaxandi og batnandi lífs.“35 Félagar í SRFI voru við stofnun þess um 200 en að ári liðnu voru þeir orðnir 443 og birtist félagatalið með fyrstu ársskýrslunni í tímaritinu Morgni árið 1920. Er það í fyrsta og eina skiptið sem félagatal SRFÍ var birt opinberlega. Af félögunum var tæplega helmingur karlar og starfsheiti fylgja rúmlega 180 nöfnum, oftast karla. Tölulegar upplýsingar um guðspekifélaga byggja á félagsskrám í vörslu félagsins frá stofnun þess árið 1920. í töflunni hér fyrir neðan er byggt á skrám yfir þá sem gengu í félagið fyrir árslok 1921, samtals 267 einstak- 33 Bernard E. Jones, Freemasons' Guide and Compendium, Eric Dobby Publishing, 2005. 34 Pétur Pétursson, „Sekulariseringen, nationalismen och den liberala folkkyrkan pá Island“. Carsten Bach Nielsen o.fl. (ritstj.), Kirken mellem Makterne, Kaupmannahöfn: Forlaget Anis, 2007, bls. 207-225. 35 Kirkjublaðið (VII, 3), 14. febrúar 1949, bls. 3. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.