Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 159

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 159
að. Heiti ritgerðarinnar er og lýsandi fyrir áherslu hennar: Ást milli akurs og borgar. Mikið hefur verið skrifað um Ljóðaljóðin og líklega hlutfallslega meira en um nokkurt annað rit Gamla testamentisins af svipaðri lengd. Sænski prófessorinn Ivan Engnell (1906-1964) hélt því fram á sínum tíma að frá listrænu sjónarmiði séð væru Ljóðaljóðin einn af hápunktum heimsbók- menntanna. Margir hafa látið svipaða skoðun í ljós. Vinsældir þessa sérstaka rits voru ekki síst miklar á miðöldum og þá var ríkjandi hin allegóríska túlkun og hefur slík túlkun e.t.v. ráðið því upphaflega að þessi ástarljóð, sem við fyrstu sýn virðast ekki trúarleg á nokkurn hátt, voru tekin inn í „kanóninn“, þ.e. regluritasafnið, Biblíuna. Hin hefðbundna gyðinglega túlkun gerði ráð fyrir að ljóðin fjalli um Guð og brúður hans, Israel. Kristnir menn tóku og snemma yfir hina allegórísku túlkun en með þeirri breytingu að um væri að ræða Krist og brúður hans, kirkjuna. Biblíufræðingar hafa nú almennt yfirgefið hina allegórísku túlkun og skilja í staðinn ljóðin þeim bókstaflega skilningi að þau fjalli einfaldlega um ástir karls og konu. „Kúltísk“ túlkun var áberandi um skeið, þ.e. túlkun sem gerir ráð fyrir að ljóðin endurspegli eitthvað sem átt hafi sér stað í helgihaldinu, t.d. að þau séu safn brúðkaupskvæða. í rannsóknasögulegu yfirliti bókarinnar (II.3) kemur í ljós að konur hafa í sívaxandi mæli látið til sín taka við rannsókn Ljóðaljóðanna og rann- sóknaáherslurnar breyst við það. Kveður þar mest að þeim Phyllis Trible, Athalyu Brenner og Cheryl Exum. Á síðari árum hafa æ fleiri aðhyllst þá skoðun að Ljóðaljóðin séu rituð frá kvenlegu sjónarhorni og jafnvel að kona sé höfundur þeirra. Hugsanir og þrár kvenna eru tjáðar og ástarlífinu er lýst með þeim hætti að það kemur á óvart í hinum forna menningarheimi Miðausturlanda einhverjum öldum f.Kr. Þar höfðu karlar yfirleitt tögl og hagldir eins og raun er á um hið hebreska þjóðfélag sem Gamla testamentið er sprottið upp úr. Frumkvæði konunnar í ljóðunum er síst minna en elsk- huga hennar á ástarfundunum (sbr. t.d. Ljl 3.1-5 og 5.2-8) og staða hennar önnur og betri en víðast hvar innan hinna fornu hebresku ritninga. Yvonne fetar í fótspor þeirra kvenna sem að ofan var getið. Hún skilgreinir aðferð sína sem kynmeðvitaða ritskýringu (þ. gender-bewusstsein Exegese). Þar væri kannski nær að tala um sjónarhól en aðferð, en aðferðina kennir Yvonne líka við frásagnarfræði (e. narratology). Þrátt fyrir heiti aðferðarinnar er hún ekki einskorðuð við frásagnartexta og reynist nýtast vel við rannsókn ljóðatexta eins og hér er um að ræða. Það hafði Yvonne raunar sýnt í íslensk- 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.