Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 168
störfum sínum, áhrifum hinnar helgu bókar á líf okkar og menningu“
(bls.vii). Segja má að ritið sé þó fjölbreyttara en svo. Allar greinarnar eru
sannarlega tengdar áhugasviði afmælisbarnsins. Þar er að finna greinar á sviði
áhrifasögunnar, en einnig biblíuþýðinga, rannsóknarsögu, kvikmyndarýni,
ásamt „hefðbundnum“ greinum, t.d. á sviði ritskýringar.
I ritinu er að finna 20 greinar eftir jafnmarga höfunda, íslenska og
erlenda, sextán karla og fjórar konur. Ritið er skrifað af vinum afmælis-
barnsins, sem þekkja persónulega til þess, úr fræðasamfélaginu, af samstarfs-
fólki og nemendum. Greinarnar eru ýmist á íslensku eða ensku, útdrættir
fylgja á hinu málinu.
Fjölbreytileikinn í efnisvali höfunda rímar vel við þann fjölbreytileika
sem einkennir ritasafnið Gamla testamentið. Það sama má segja um stöðu
mála í gamlatestamentisfræðunum í dag, en þar ræður gríðarlegur fjöl-
breytileiki ríkjum, ótal aðferðafræðilegar nálganir og fjölmargar aðferðir sem
fræðimenn beita til að rannsaka ritningarnar. Ekki verður þó hjá því komist
að nefna hina augljósu kynjaslagsíðu, sem endurspeglar ekki þá staðreynd að
konur hafa mjög látið til sín taka í biblíufræðunum undanfarin ár.
Af heiti ritsins - Mótnn menningar - má ráða samnefnara greinanna
sem þar er að finna, eða a.m.k. hugsunina þar að baki, sem og tengslin við
aðaláhugasvið Gunnlaugs. Hér er um að ræða fullyrðingu, ekki spurningu.
Biblían hefur mótað menningu gegnum árþúsundir. Grundvallarspurningin
hlýtur þá að vera þessi: Hvernig hefur Biblían mótað menninguna? Hvernig
sjáum við það? Og svo getum við e.t.v. einnig snúið spurningunni við og
sagt: Mótar menningin Biblíuna? Hvernig nálgumst við lesendur hana, sem
erum bæði mótuð af þeirri menningu sem við lifum og hrærumst í, en ekki
síður, hvernig mótar almannarómur og Biblíutúlkun sem við verðum fyrir,
sýn okkar á Biblíuna?
Því hefur verið haldið fram að yngri kynslóðir Vesturlandabúa séu ekki
lengur læsar á vestræna menningu vegna þess að þekkingu á Biblíunni hefur
farið aftur, slíkt grundvallaratriði megi telja heilaga ritningu í menningu
Vesturlanda. Það er því fengur að riti á íslensku sem að mestu leyti fjallar
um biblíufræðin, sem virðast nú um stundir eiga í vök að verjast. Það sést
ekki síst á niðurskurði í þeim efnum í bæði embættisnámi í guðfræði við
guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Islands og öðrum námsleiðum
við deildina.
Mótun menningar er afar læsilegt rit sem ætti í krafti fjölbreytileika grein-
anna að höfða til breiðs hóps lesenda. Vel fer á því að fremsta greinin er eftir
166