Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 125

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 125
hafi verið byltingarkennd miðað við viðhorf bæði Grikkja og Gyðinga til barnsins á þessum tíma. Og ályktun Webers er: Þegar veröld mannsins er skoðuð af sjónarhóli guðsríkisins, eru börnin í fyrsta sæti. Og hann dregur í efa að kirkjan hafi enn, eftir tvö þúsund ár, gert séf fulla grein fyrir þessu byltingarkennda viðhorfi Jesú til barnsins, hvað þá að hún hafi dregið af því lærdóm við hæfi. Ég dvel við þetta hér, þar sem ég álít að þessi skrif Webers á ári barnsins hafi átt sinn þátt í að undirbúa jarðveginn fyrir barnaguðfræðina eins og hún hefur þróast á síðustu áratugum. Guðfræði af sjónarhóli barnsins Guðfræði af sjónarhóli barna er hægt að skilja sem guðfræði er leggur áherslu á stöðu barna við tilteknar aðstæður á hverjum tíma eða með áherslu á guðfræðina sem slíka, sem nýtir þá barnið sem lykil að guðfræðilegri íhugun og túlkun. Sumir hafa viljað flokka þessa áherslu með frelsunarguð- fræðinni eða femínískri guðfræði,11 þ.e. sem samhengisbundna (e. contextual) guðfræði sem leggur áherslu á stöðu barnsins í tilteknu samfélagssamhengi. Hún leitast við að finna og vekja athygli á óréttlæti sem börn búa við, í því skyni að bæta kjör þeirra í kirkjunni eða í samfélaginu yfirleitt.12 Aðrir guðfræðingar sem hafa verið uppteknir af guðfræði af sjónarhóli barnsins hafa tekið sér fyrir hendur að rýna í stöðu barnsins við þær aðstæður sem tilteknir biblíutextar greina frá, svo sem að skoða frásöguna af fórn Abrahams frá sjónarhóli ísaks, hvernig honum leið, hvað hann var að hugsa, hvað hann kunni að hafa sagt o.s.frv.13 Þessi nálgun er áhugaverð og ögrandi enda er Biblían yfirleitt þögul um hugrenningar þeirra barna sem koma við sögu. Jafnframt gerir þessi nálgun kröfur til ritskýrandans um að lesa ekki inn í textann þau viðhorf sem ritskýrandinn sjálfur kýs að sjá þar. Eigi að síður er þetta sjónarhorn afar mikilvægt, enda skylda kirkjunnar að fletta ofan af hvers konar ranglæti eða tómlæti sem börn verða fyrir.14 Sem dæmi um fræðimann sem hefur tengt kvennaguðfræði og barnaguðfræði má nefna Joyce Ann Mercher, prófessor í hagnýtri guðfræði við Virginia 11 Mercer, Joyce Ann. 2005. Welcoming Children. Apractical theology ofChildhood. Missouri. Chalice Press St. Louis. 12 0ystese, Rune. 2009. „Barnet, teologien og preposisjonene“, í Prismet, nr. 1. Oslo. IKO. 13 Sagberg, Sturla. 2002. „Barns tro, „barnetro“ og „voksentro". Om barnets mote med konvensjoner og tro“. í Sagberg, S. og Steinsholt, K. (red) Barnet. Konstruksjoner av barn og barndom. Oslo. Universitetsforlaget. 14 Oystese, Rune. 2009. „Barnet, teologien og preposisjonene“, í Prismet, nr. 1. Oslo. IKO. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.