Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 136
— Nei, þetta er ekkert ævintýri. En sagan gerðist samt ekki svona. Þetta
er svona saga sem er sögð.
— Hvers vegna segir Jesús sögur um himnaríki?
— Vegna þess að hann vill að við vitum hvernig er í himnaríki.
— Hvers vegna heldurðu að hann vilji að við vitum það?
— Til þess að við séum ekki alltaf að pæla í því hvernig allt er á
himninum.
Þetta síðasta sagði Max með festu í röddinni, og það var ljóst að nú hafði
hann uppgötvað nýjan sannleika sem honum fannst mikilvægur, en sem
hann upplifði jafnframt sem eins konar endapunkt, þannig að hann langaði
ekki til að halda spjallinu áfram. Mér fannst líka að við hefðum komist að
ágætri niðurstöðu í samræðum okkar. Ég sagði því:
— Þetta var góður punktur hjá þér, Max. Við getum vel talað áfram um
dæmisöguna seinna, en nú held ég að við höfum nóg til að geta skrifað grein
sem aðrir hefðu áhuga á. Þakka þér fyrir, Max.
Max þótti hólið gott og fór út að leika sér, en ég settist niður til að skrifa
aðalatriðin úr síðasta samtali okkar. Það var þessi síðasti hluti textarann-
sóknar okkar sem kom mér mest á óvart, vegna þess að svo virtist sem Max
hefði tekist að byggja brú frá siðferðilegri túlkun sinni á textanum og yfir í
eðli sögunnar sem líkingar. Ég skil niðurstöðu hans svona:
Sagan um verkamennina í víngarðinum er saga um góðan bónda sem vill að
öllum vegni vel. Óánægðu verkamennirnir koma á ófriði, vegna þess að þeir
vilja meira en þeir hafa þörf fyrir. En þarna lýkur þessari mórölsku túlkun
Max. En það er einnig ljóst af sögunni að verkamennirnir sem kvörtuðu,
breyttu ekki rétt og þannig segir sagan óbeint, að í himnaríki hafa allir það
sem þeir þurfa og enginn er óánægður. En himnaríki er ekkert þykjustuland,
eins og heimur Harrys Potter. Með furðulega ljósum hætti, miðað við aldur,
greinir Max skýrt á milli, ekki aðeins ævintýris og frásagnar af einhverju
sem gerðist, heldur bætir hann við þriðju skilgreiningunni, sem hann kallar
„saga sem er sögð“. Þannig orðar Max, að því er ég best fæ séð, sinn eigin
skilning á líkingu. Líking Jesú um himnaríki er skálduð frásögn sem á ekki
við skáldaðan veruleika, eins og t.d. í ævintýrunum, en sem kemur til skila
ákveðinni vitneskju, þ.e. vitneskju um raunveruleikann í himnaríki.
Þetta dæmi um guðfræðilega samræðu barns og fullorðins rennir að mínu
mati stoðum undir þær staðhæfmgar fræðimanna, sem vísað hefur verið til
í þessari ritgerð, að börn, jafnvel ung börn, séu fær um að hugsa sjálfstætt
134