Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 107

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Side 107
gríski heimspekingurinn Plótínus (205-270) fremstur í flokki með skrifum sínum um guðlegt eðli og eilíft líf mannssálarinnar og tengsl hennar við efnisheiminn. Helgi lagði mikið upp úr fornum ritum um tengsl guða og mannssálna við stjörnurnar í himingeimnum. Þar má finna kenningar um að guðirnir séu stjörnur sem geti birst í ýmsum gervum á jörðinni. Að sama skapi unni Helgi mjög íslenskum bókmenntum og taldi fornmenn- ingu Islendinga hafa verið hápunkt í menningu alheims og leggja sérstakar skyldur á herðar Islendingum varðandi vitsmunalega þróun og framlag til velgengni mannkyns. fslenskar fornhetjur voru í hans augum guðlegrar ættar og hann taldi mannkynið allt vera á þroskabraut í átt til sameiningar við hina æðstu veru, guðdóminn. Miðpunktur alheimsins hefði, ásamt tengingum við æðri verur og þróun vísindalegrar þekkingar, færst norður á bóginn. A þessum forsendum byggði hann hugmyndir sínar um afburði íslendinga og íslenskrar menningar og hlutverk þeirra í alheimi.10 Sjálfur gegndi hann lykilhlutverki í þessari frelsunarsögu eins og ráða má af vitruninni sem hann varð fyrir. Hann þjáðist ekki af minnimáttarkennd vegna framlags síns til vísindanna en taldi sig búa við ofurmannlega andspyrnu afla spillingar og fordóma.* 11 Trúarreynslan sem áður er lýst fól það í sér að hann leit á sig sem spámann hins nýja tíma þar sem aðgreining trúar og vísinda var ekki lengur í gildi. Vísindin voru að leggja undir sig svið sem áður tilheyrðu trúarbrögðum og goðsögnum. Helgi var óumdeildur sem framúrskarandi vísindamaður í jarðfræði og þegar hann tjáði sig um himinhnetti og aðrar reikistjörnur en jörðina þá lagði fólk við hlustirnar. Hann kynnti hugmyndir sína sem jarðfræði himintunglanna og margir litu svo á að með kenningum sínum væri Helgi að móta íslenska heimspeki og almennt var talið að hann hefði einstakt vald á íslensku máli. Árið 1979 gaf félag Nýalssinna út í bók umsagnir og greinar um Helga Pjeturss eftir ýmsa þjóðþekkta menn. Þar var farið viðurkenningarorðum um framlag hans til jarðfræði, andlegra málefna og íslenskrar heimspeki. Þar eru m.a. greinar eftir Ásgeir Ásgeirsson forseta Islands, Þorstein Erlingsson skáld, Bjarna Jónsson frá Vogi, Jónas Jónsson frá Hriflu, Magnús Jónsson prófessor í guðfræði, Jakob Jóhannesson Smára 10 Helgi Pjeturss, Nýall, bls. 80-85, 153, 172, 191, 247-248. 11 Helgi skrifar: „Og mín kenning mun færa vísindunum þekkinguna á framsókn lífsins fram yfir mannsstigið. Enginn hefir á undan Islendingi, alveg laust við öll trúarbrögð, skilið framhald lífsins. Enginn hefur á undan íslendingi skilið, að það sem menn hafa haldið, og halda, líf í goðheimi og andaheimi, er líf á öðrum hnöttum.“ (Nýall, bls. 172). 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.