Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 28

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 28
Fyrir rúmum þremur árum knúði dyra hjá Jóni mein það sem leiddi hann til dauða. Það var honum strax ljóst að tími hans var nú afmældur. En hann var baráttumaður og ætlaði ekki að gefast svo auðveldlega upp. Jón var jafnframt raunsær og þá einkum er líða tók á baráttuna uns hann horfðist í augu við það sem verða vildi. Þrátt fyrir dauðameinið kom skjótt í ljós hve þrekmikill Jón var að upplagi til sálar og líkama svo undrun vakti hjá læknum og hjúkrunarfólki hve lengi hann þoldi meðferðina. Hann stefndi að því að geta verið heima á jólum og yfir áramót. Jólin hélt hann heima og naut þess á sinn hátt þótt máttfarinn væri. En milli jóla og nýárs lagðist hann inn á Landspítalann og þar andaðist hann að morgni dags 29. janúar sl. Það var mildur vetrarmorgunn og fuglar í trjám kvöddu hann með söng sínum. Gang var hjá honum þegar hann skildi við sem og allt frá því hann lagðist inn á spítalann því Jón vildi ekki að hann viki frá sér nema til þess eins að sinna drengnum, Jóni Qiao Sen. Missir þeirra feðga er þungbær og í öllu veikindastríði Jóns hefur Gang sýnt mikið andlegt þrek og yfirvegun, mildi og festu. Jón var margslungin persóna. Enginn var betri vinur vina sinna en hann. Bóngóður og hlýr í þeli. Sá sem vogaði sér að hallmæla vinum hans hallmælti honum sjálfum. Traustur og ráðagóður var hann í hvívetna. Einarður í hverju verki sem hann tók sér fyrir hendur - og glaðsinna og kíminn - en viðkvæmur í lund og auðsærður og gleymdi seint því sem gert var á hans hlut. Jón var mikill prívatmaður eins og hann gjarnan sagði sjálfur - sá hópur sem stóð honum næst var ekki stór. Um veikindi sín hafði hann ekki hátt og vildi heldur ekki íþyngja öðrum með þeim. Hafði alltaf vissan vara á sér gagnvart öðrum þótt kurteis væri og þægilegur, ræðinn og röggsamur. Það tók nokkurn tíma að kynnast honum og reyndi stundum á þolinmæðina en uppskeran var sú að hann reyndist vera gull af manni. Þá fékkst Jón við ljóðagerð og samdi prósaíska texta. Þeir voru stundum harla torskildir, í sumum blasti við tilvistarvandi sem hann stóð andspænis og trúði lesanda sínum fyrir - og þó ekki. Hann var íhaldssamur um marga hluti og á köflum sérvitur. En sérviska hans var ekki tilgerðarleg heldur forn á einhvern heillandi hátt þó mörgum fyndist hún stundum fráleit - en svo er reyndar oft um álit samferða- manna á skoðunum annarra. Það kom mörgum oft á óvart, að hann, þessi nákvæmi fræðimaður og kröfuharði, gat verið svo ótrúlega uppátækjasamur að stappaði nær gjörningum. Hann gat brugðið sér í margvísleg gervi og kastað hinu og þessu fram svo ekki var víst hvort talað var í alvöru eða ekki. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.