Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Blaðsíða 74
stofnunar NATO 1949 og Varsjárbandalagsins 1955 eða í upphafi kalda
stríðsins. A því andstyggilega tímabili lifði mannkyn í skugga kjarnorku-
sprengjunnar og því var haldið í helgreipum tveggja risavelda sem bjuggu
yfir gereyðandi mætti. Annað þeirra hafði einnig ítrekað staðfest að það var
reiðubúið að beita eyðingarmætti sínum, a.m.k. í fjarlægum heimshlutum.
Kjarnorkan var ein háþróaðasta afurð nútímans. Skömmu eftir að rykið
tók að setjast í borgunum tveimur hlutu efasemdir um gæði og gildi þess
hugarfars, sem nútímanum var samfara, óhjákvæmilega að vakna.
Hugmyndir okkar um endalok lífs á jörðu eða heimsendi tóku með
þessum atburðum stakkaskiptum. I stað hugmynda um trúarlegan heims-
endi kom nú vitund um að heimsendir af mannavöldum væri algerlega
raunhæfur möguleiki.
Trúarlegur heimsendir
Heimsendir af mannavöldum er í grundvallaratriðum andstæða þess heims-
endis sem við mætum í eskatólógískum og/eða apókalyptískum hugmyndaheimi
kristninnar eða annarra trúarbragða sem fela í sér heimsslitahugmyndir.25
I mörgum trúarlegum hefðum er bæði að finna hugmyndir um upphaf
og endalok heims, sköpunarsögur og heimsslitasagnir. Ef við höldum okkur
við vestræna trúarhefð má benda á að í Völuspá er þess konar stef að finna.26
í kvæðinu mætast að líkindum forn-germanskur, norrænn og kristinn
hugarheimur í víxlverkandi sambandi.27 I kristinni trúarhefð koma heims-
slitastefin í sinni hreinræktuðustu mynd aftur á móti fram í Opinberunarbók
25 Eskatólógía og apókalyptík eru kenningar um eða útlistanir á hinstu tímum („heimsenda" eða
,,dómsdegi“). Einkum apókalyptíkin er byggð á guðlegum opinberunum líkt og fram koma í
Opinberunarbók Jóhannesar. Martling, 2005: 28, 95.
26 Heimsslitasögn Vóluspár er m.a. að finna í vísu 55 í Konungsbók (50 í Hauksbók). Þar er
tekist á við hinn eyðandi þátt heimsslitanna (Völuspá, 2001: 16. Vóluspá Hauksbókar, 2001:
375. Sigurður Nordal, 1952c: 142-143). I kvæðinu kveður þó einnig við annan tón. í 57.
vísu í Konungsbókargerðinni (52 í Hauksbók) er þá vonarríku sýn að finna að í heimsendi
(ragnarökum), sem þarna er tjáður á trúarlega vísu, muni ekki aðeins felast eyðing heldur einnig
endurnýjun (Vóluspá, 2001: 17. Vóluspá Hauksbókar, 2001: 376. Sigurður Nordal, 1952c: 144).
Hið sama kemur fram í vísu 60 í Konungsbók (55 í Hauksbók) (Völuspá, 2001: 17. Völuspá
Hauksbókar, 2001: 376). Kvæðinu lýkur þó á tvísýnum nótum með vísu 63 í Konungsbók (59 í
Hauksbók) sem boðar endalok völvunnar (Völuspá, 2001: 18. Völuspá Hauksbókar, 2001: 377).
27 Sigurður Nordal, 1952a: 22. Sigurður Nordal, 1952b: 175-178. Hin kristnu áhrif koma skýrar
fram í Hauksbókargerðinni, sbr. vísu 58 þar. Völuspá Hauksbókar, 2001: 377. Sigurður Nordal,
1952c: 149-153. Sjá þó Islensk bókmenntasaga, 1992(1): 95-96 (Vésteinn Ólason). Sjá einnig
Gísli Sigurðsson, 2001: 19.
72