Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 74

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 74
stofnunar NATO 1949 og Varsjárbandalagsins 1955 eða í upphafi kalda stríðsins. A því andstyggilega tímabili lifði mannkyn í skugga kjarnorku- sprengjunnar og því var haldið í helgreipum tveggja risavelda sem bjuggu yfir gereyðandi mætti. Annað þeirra hafði einnig ítrekað staðfest að það var reiðubúið að beita eyðingarmætti sínum, a.m.k. í fjarlægum heimshlutum. Kjarnorkan var ein háþróaðasta afurð nútímans. Skömmu eftir að rykið tók að setjast í borgunum tveimur hlutu efasemdir um gæði og gildi þess hugarfars, sem nútímanum var samfara, óhjákvæmilega að vakna. Hugmyndir okkar um endalok lífs á jörðu eða heimsendi tóku með þessum atburðum stakkaskiptum. I stað hugmynda um trúarlegan heims- endi kom nú vitund um að heimsendir af mannavöldum væri algerlega raunhæfur möguleiki. Trúarlegur heimsendir Heimsendir af mannavöldum er í grundvallaratriðum andstæða þess heims- endis sem við mætum í eskatólógískum og/eða apókalyptískum hugmyndaheimi kristninnar eða annarra trúarbragða sem fela í sér heimsslitahugmyndir.25 I mörgum trúarlegum hefðum er bæði að finna hugmyndir um upphaf og endalok heims, sköpunarsögur og heimsslitasagnir. Ef við höldum okkur við vestræna trúarhefð má benda á að í Völuspá er þess konar stef að finna.26 í kvæðinu mætast að líkindum forn-germanskur, norrænn og kristinn hugarheimur í víxlverkandi sambandi.27 I kristinni trúarhefð koma heims- slitastefin í sinni hreinræktuðustu mynd aftur á móti fram í Opinberunarbók 25 Eskatólógía og apókalyptík eru kenningar um eða útlistanir á hinstu tímum („heimsenda" eða ,,dómsdegi“). Einkum apókalyptíkin er byggð á guðlegum opinberunum líkt og fram koma í Opinberunarbók Jóhannesar. Martling, 2005: 28, 95. 26 Heimsslitasögn Vóluspár er m.a. að finna í vísu 55 í Konungsbók (50 í Hauksbók). Þar er tekist á við hinn eyðandi þátt heimsslitanna (Völuspá, 2001: 16. Vóluspá Hauksbókar, 2001: 375. Sigurður Nordal, 1952c: 142-143). I kvæðinu kveður þó einnig við annan tón. í 57. vísu í Konungsbókargerðinni (52 í Hauksbók) er þá vonarríku sýn að finna að í heimsendi (ragnarökum), sem þarna er tjáður á trúarlega vísu, muni ekki aðeins felast eyðing heldur einnig endurnýjun (Vóluspá, 2001: 17. Vóluspá Hauksbókar, 2001: 376. Sigurður Nordal, 1952c: 144). Hið sama kemur fram í vísu 60 í Konungsbók (55 í Hauksbók) (Völuspá, 2001: 17. Völuspá Hauksbókar, 2001: 376). Kvæðinu lýkur þó á tvísýnum nótum með vísu 63 í Konungsbók (59 í Hauksbók) sem boðar endalok völvunnar (Völuspá, 2001: 18. Völuspá Hauksbókar, 2001: 377). 27 Sigurður Nordal, 1952a: 22. Sigurður Nordal, 1952b: 175-178. Hin kristnu áhrif koma skýrar fram í Hauksbókargerðinni, sbr. vísu 58 þar. Völuspá Hauksbókar, 2001: 377. Sigurður Nordal, 1952c: 149-153. Sjá þó Islensk bókmenntasaga, 1992(1): 95-96 (Vésteinn Ólason). Sjá einnig Gísli Sigurðsson, 2001: 19. 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.